Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 68
226 Á. H. B.: XÐUNN I þar sem ég heíi lýst þeim áður, en skal að eins drepa á helztu tegundir þeirra. 1., Eitthvert efni virtist vella fram af vitum stúlkunnar og öðrum stöðum á líkama hennar; aldrei var þó unt að sjá, að neinar myndir eða líkamspartar yrðu til úr því. í tvö skifti sást fingur, sem bundinn var við ein- hverjar taugar utan á klæðum hennar, og vel gat verið steyptur úr r>plasticine«, og Eva gat geymt upp í sér. 2., Venjulegast voru líkamspartar þeir, sem sáust, hendur og fætur, flatir og eins og kliptir út úr pappír eða öðru þunnu efni. Blekti Eva C. að minsta kosti í tvígang með þessum flötu höndum á knjám sínum, til þess að geta notað sínar eigin hendur til þess að halda uppi andlitsmyndunum og grímunum, sem birtust. 3., Andlitsmyndirnar voru venjulegast flatar og eins og kliptar út úr blöðum eða dregnar með dökkum lit á hvít eða gráleit efni. Tvisvar skrjáfaði eins og í pappír inni í byrginu. Stundum voru þó andlitsmyndirnar eins og mótaðar, likastar grimum, holum að innan (sbr. grímuna, er Eva C. heldur uppi yfir höfði sér á myndunum á bls. 313 og 315 í Mat.phæn.). 4., í eitt einasta skifti birtist heillegur svipur í hvítum hjúp, en þá var frú Bisson ein viðstödd og ein til frásagnar, svo að upp úr því verður ekkert lagt. (Sbr.samaritbls.39o). Nú er bezt að láta myndirnar sjálfar tala og sýna fram á, hvernig komst upp um Evu. Eg sýni þá fyrst mynd af fingrinum, sem bundinn var í taugina (sbr. sama rit bls. 408 og 09). Fæstum dettur víst í hug, að hann hafi orðið til úr þessu efni, sem hann hefir verið bundinn við. Og þó einum tilraunamanni hafi fundist hann hreyfast í hendi sér, má skýra það auðveldlega með því, að snúið hafi verið upp á taugina, sem hann hékk í. Óinögulegt er að greina hörundsvef á fingrinum, hversu mikið sem tnyndin er stækkuð, og því leyfist manni að álykta, að fingur-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.