Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 73

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 73
IÐUNN Trú og sannanir. 231 ■var teiknað eftir þeitn og þeim breytt eins og þurfa þótti. Og Eva C. eða hjálparmaður hennar — ef nokkur hefir verið — valdi svo sem ekki af verri endanum — tók báða forsetana, sem þá voru að verða, Wilson Bandaríkjaforseta og Poincaré Frakk- iandsforseta og breytti þeim hæfilega, svo að þeir yrðu sem torkennilegastir. Myndir þessar mæla sínu eigin máli. Til þess að gera Wilson torkennilegan er málað á hann heljar yfirskegg og límt fyrir annað augað. En drepi maður litla fingri yfir skeggið, kemur líkingin í ljós. Svo hefir »andanum« láðst að líma yfir Péturs-sporið í höku forsetans, svo og slipsi það og kragalag, sem hann bar á myndinni í Le Miroir 17. nóv. 1912. Og sýnilega er myndin klípt út úr blaði. Poincaré forseti er auðþektari, þótt hann hefði auðvitað helzt þekst á nefinu, sem límt er svo ræki- lega yfir; en þessi mynd af honum stóð 1 Le Miroir 21. apríl 1912 og hefir Eva brugðið henni upp fyrir andlit sér. Hvað segja menn nú um þessi og þvílík »holdgunar- fyrirbrigði«? Er ekki von að ærlegir menn gerist vantrúaðir og hristi höfuðið }rfir þessu, þegar þeir komast á snoðir um annað eins? Og hvað finst hr. E. H. K. um þann þekkingarauka, sem hann nú hefir fengið á Evu C. = Mörthu B.? — Er það ég eða hr. E. H. K., forseti »SáIarrannsóknarfélags ís- lands«, sem stendur hér »höllum fæti«? Og ætli sumum finnist ekki, að þekking hans á þessum »afar-merkilegu manngervingum« sé — »merkilega ónákvæm«?! Ég get nú verið stuttorður um það, sem eftir er af líkamlegu fyrirbrigðunum og kem nú að anda- ljósmyndunum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.