Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 75

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 75
IÐUNN Trú og sannanir. 233 þeir að hafa ógreinilegar myndir á tjöldunum að baki manninum eða smá-myndir fyrir framan sjón- gler vélarinnar. Og er menn komust að þessu, tóku ijósmyndararnir að koma smá-myndum fyrir inni í sjálfri vélinni; en síðasta bragðið þeirra er það, að hafa tvær plötur niðri í lauginni, þegar framkallað er, hafa laugatrogið úr gleri og láta svo neðanljós kasta »andamyndinni« af annari plötunni yfir á hina af manninum, sem sat fyrir, og koma þannig annari daufri mynd á hana. Það er því ekki við lambið að leika sér, að fást við þessa lóma, því að alt af finna þeir upp á nýjum brögðum og aldrei nógu tryggilega umbúið, og þó keinst alt af upp um þá að öðru hvoru. Sérstaklega var nú látið af tveim myndum, sem nýteknar höfðu verið á Englandi til þess að gera, annari af Conan Doyle með syni hans, sem fallið hafði í stríðinu, í baksýn, og hinni af hr. og frú Wynn með Gladstone’s-hjónin sálugu i einkennileg- um stellingum. Svikin við báðar þessar myndir eru þegar komin upp. Menn hafa kannske tekið eftir því, að allar þær myndir, sem birtar eru í blöðum og tímaritum, eru «ins og samsettar úr tómum strikum eða smá-dílum og séu teknar Ijósmyndir af þeim aftur, koma díl- arnir út á ljósmyndinni, að minsta kosti í stækkun- argleri. Nú kom það í ljós á mynd Conan Doyle’s, að myndin af syni hans sál. leystist upp í slíka smá-díla, er hún var athuguð, og var því sýnilega tekin úr einhverju blaði eða tímariti, enda varð Conan Doyle nauðugur-viljugur við þetta að kannast, að þetta gæti verið, enda þótt hann héldi, að þetta hefði orðið á einhvern »yfirnáttúrlegan« hátt. En myndin er áreiðanlega orðin til á náttúrlegan hátt með þessu móti, sem greint var. Á hinni myndinni varð »anda-ljósmyndarinn« fyrir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.