Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 78
236
Á. H. B.: Trú og sannanir.
IÐUNMl
sem ég hafði verið með nokkra daga suður í itölsku
Sviss. En þar innan í tilkynning frá ekkjufrú einni,
er ég þekti og hafði skrifast á við, siðan ég var í
Sviss í fyrra sinnið. Segir hún mér í linum þessum,
að hún sé í þann veginn að leggja af stað til Hol-
lands, að hitta föður sinn, sem lifir enn bezta líft
þar og er kunnur og vel metinn maður. En ljós-
hærða manninum veit ég engin deili á, því að maður
frúarinnar var dökkhærður, og ekki druknaði hann,
heldur rotaðist hann á því að detta niður úr flugvél
í byrjun stríðsins. Eftir síðustu fréttum, sem ég hefi
fengið, eru nú frúin og faðir hennar suður í Sviss
og lifa þar bezta lífi við Lago Maggiore. Þetta dæmir
sig sjálft og þarf ekki neinu við að bæta. Og þetta
segir miðill, sem lætur auglýsa það slórum stöfum,
þar sem hann kemur, að hann hafi aldrei orðið
uppvís að svikum. Honum hefir þó verið úthúðað
um öll Norðurlönd fyrir hina auðvirðilegu frammi-
stöðu sína, en hér — hér fann hann akur þann,
sem honum líkaði. Verði honum og þeim, sem á
hann trúa, að góðu.
Ég hefi nú sagt nokkuð frá »fýsisku fyrirbrigðun-
um«, sem rannsóknarmenn ytra eru farnir að hafa
meiri og minni óbeit á, sakir svika þeirra, sem hinir
svonefndu atvinnumiðlar hafa svo títt í frammi. þar
með er ekki sagt, að einhver dularfull og lítt-skilin
fyrirbrigði geti ekki gerst, en mönnum hefir ekki
enn tekist að grafa fyrir hinar raunverulegu orsakir
þeirra. Miklu merkilegri virðast andlegu fyrirbrigðin
vera og skal ég nú segja lítillega frá þeim næst. E»
ekki lofa ég því, að þar verði neinar »óyggjandi
sannanir« að finna fyrir andatrúnni, og þó skal ég
ekki taka önnur dæmi en þau, er andatrúarmenn
sjálfir telja beztu og veigamestu »sannanirnar«.
Á. H. B.