Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Page 79
IÐUNN Ritsjá. Ljóðmæli eftir Porslein Gíslason. Rvík., 1920. Nú eru pjóðskáldin okkar prjú, Gröndal, Steingrimur og: Matthías óll hnigin til moldar. En maður kemur í manns stað og seint mun svo fara fyrir oss íslendingum, að ekk- ert eigum vér pjóðskáldið. Okkur mun annað frekar skorta en pað. Nú pegar Matthias er genginn, kemur Rorsteinn Gíslason með fult fangið af ljóðum til pjóðarinnar og sýnir pað svart á hvítu, að liann hefir verið eitt hið helzta pjóð- skáld vort siðustu áratugina. Fátt hefir borið svo við i pjóðlífi voru og sögu af merkara tæinu, að Rorsteinn hafi ekki minst pess vel og oft snildarlega, alt frá aldarafmæli Jónasar Hallgrímssonar og Konungskomunni 1907 til aldar- afmælis Landsbókasafnsins 1918; kannast vist flestir við pau ijóð hans úr blöðunum. Rá hefir hann minst helztu merkismanna vorra og pað oft snildarvel. Hver mundi t. d^ hafa lýst Matthiasi betur í ijóði: Sólljóð syngjandi samtið, yngjandi; vonir vekjandi, varglund spekjandi; trúmál talandi, trega bætandi; rúnir ráðandi ragna stýrandi. Langveg leitandi ijóðvængi pandi arnfleygur andi að ódáins landi. Óx við pann veginn von hans ásmegin, uns hann alfegínn eygði ginnregin. Eða hver hefir hlotið öllu fegurra kvæði í afmælisgjöf en Porv. Thoroddsen frá honum á sextugs afmæli sínu? En ég ætla ekki að fara að lýsa nánar minnunum, semi Porsteinn heflr ort; pau eru flest orðin pjóðkunn. En á hitt vildi ég mega benda, hvar Porst. er að minni hyggju mestur^ Porsteinn er talsvert náttúruskáld og hefir sýnilega unurt, af pví að ferðast, enda lýsir hann sveitalífinu og náttúru- fegurð landsins all-rækilega og stundum einkar-vel í kvæð- um sinum: Mig gleður sveit að sjá pig enn; — pín sumargrónu tún og bláan, heiðan himin yfir hárri fjallabrún, og geislaleik um lengstan dag

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.