Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 6
168 Einar Benediktsson: IÐUNN Saga og Bragi segja ættir; sjói brúa kyns vors þættir. Göfgar hrukku ei hvarmajel; hvergi bundust trúrri sættir. Hildigunni Goðabrúði grið og hefnd jafnt sómdi vel. ísland virti þótta og þel þess, er hurðir Flosa knúði. Norræn okkur tengir tunga, tívaræðan forna, unga. Hirðfrjáls andi að hróðri og skál hugi batt við orðið þunga. Þann er fimmtardóminn dreymdi dauðasvæfði Flosabál. Enn þar Hjeðni Haralds mál hreint í bana af vörum streymdi. Frændur, yngjum aldnar tryggðir. Akrar bíða. Hvessum sigðir. Drýgjum, eins og drottinn bauð, dáðir lífs um Eiríks byggðir. Norðurs menn á norðurs jarðir! Námslönd fylkjum rík og auð — eins og frævi á duptin dauð dreifa loptsins farandhjarðir.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.