Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 8
IÐUNN Frá Capri. i. Fyrir mörgum árum kom út, í gömlu »Iðunni«, saga, sem heitir »L’Arrabiata«. Sagan fer fram á Italíu, er einkennileg og full af suðrænum hita. I þessari sögu heyrði eg Capri fyrst nefnda á nafn. Og það voru einu kynnin, sem eg hafði af henni um mörg ár. Eftir þennan sögulestur lang- aði mig alt af til að koma til Capri. En ekki gerði eg ráð fyrir því, að það ætti fyrir mér að liggja að stíga þar á land. Síðastliðinn vetur gafst mér þó kostur á því. Lét eg þá ekki tækifærið ganga mér úr greipum. Eg kom frá Indlandi til Neapel í janúarlok. Þá var kona mín þar fyrir. Við höfðum ráðgert að dvelja um hríð á Ítalíu, áður við héldum heim. Og nú var enn meiri ástæða til þess: því að við vorum bæði hálf þunn í roði. Kuldinn á Norður-Ítalíu hafði þjáð hana mjög um veturinn. En loftslag á Indlandi hafði leikið mig grátt. En dvalarstaður var ekki ákveðinn. Þegar við höfðum komið okkur fyrir í gistihúsi í Nea- pel, fórum við að virða fyrir okkur útsýnið, sem er ann- álað fyrir fegurð. Vzt á Neapelsflóa blasti við lítil, há-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.