Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 13
IDUNN Frá Capri. 175 ar. Að vísu vorum við ekki eins svefnlaus, og fyrstu nóftina. En við nutum aldrei endurnærandi svefns og vorum alt af að hrökkva upp, frá því við festum blund og þangað til dagur rann. Og ekki tókst okkur nokk- urntíma að losna við tilfinninguna um það, að eitthvað viðbjóðslegt væri þarna inni. Herbergið var þó gott, húsið fallegt og stóð á yndis- Capri, frá auslurenda eyjarinnar. legum stað. En alt kom það fyrir eitt: Við gátum varla haldist þar við. Og þegar okkur tókst loks, að fá hús- næði annarstaðar, kvoddum við Villa Rispóli í skyndi. Það skifti um þegar í stað. I nýja húsinu sváfum við eins og selir. Og eftir það fórum við fyrsj að geta notið, til fulls, fegurðarinnar á Capri. Hið eina, sem að okkur amaði var kuldi. Varð hann til mikilla óþæginda, stundum. Aldrei snjóaði þó, meðan við vorum í Capri, og ekki vissum við til að frost væri, nema á nóttum. Kuldinn hefði því ekki sakað mikið, ef sæmileg hitunartæki hefðu verið í húsum. En svo var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.