Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 17
IÐUNN Frá Capri. 179 til Capri, í von um meinabætur. Einkum þykir loftslag á Capri, og sól- og sjóböðin þar, hafa reynst afbragðs vel við ýmsum taugasjúkdómum. Aðalbaðstöðin er við Litluhöfn. Er hún beint í móti suðri og eru þar ágæt skjól í klettakrikum. Þar má fá sjó- og sólböð, bæði sumar og vetur, án þess það kosti eyri. Oðru hvoru geta menn svo klifrað upp á fjöllin á eynni; þau eru ekki svo há að menn ægi við því, þótt óvanir séu þeir fjallgöngum. En fjöllin á Capri láta mönnum fleira í té en líkam- lega hressingu. Þau hafa líka fróðleik í kolli. Hver ein- asti fjallstindur á sínar sögumenjar: hallarrústir og her- bergi, grafin í jörðu. Og auk þess verða ýmsar aðrar fornmenjar á vegi, um þvera og endilanga eyna. Einna merkilegastar þykja rústirnar frá dögum þeirra* rómversku keisaranna, Agústusar og Tíberiusar. Hinn rómverski sagnaritari, Suetonius, getur þess að Ágústus hafi komið til Capri, árið 29 f. Kr. Við komu hans, er sagt að kraftaverk mikið yrði á steineik einni, gamalli, er allir hugðu visnaða og fúna. Skaut hún nýjum frjóöngum er hann steig á land. Ágústus var hjátrúarfullur og þótti honum þetta heilla- merki mikið. Varð hann svo hugfanginn af eynni, að hann fékk hana til eignar, í skiftum fyrir Ischia-ey, sem bæði var stærri og frjórri en Capri. Með þessum hætti varð Capri einkaeign rómverskra keisara um 50 ára skeið. Svo virðist sem Ágústus hafi tekið mikilli trygð við Capri. Reisti hann þar hallir, lagði vegi og gerði vatns- þrær. Stundum dvaldi hann þar nokkra daga í senn, og síðast fáum dögum fyrir andlát sitt. Þótti vegur Capri vaxa mjög við hylli keisarans. Tíberíus hafði þó meira saman við eyna að sælda. Er víst að hann dvaldi þar sjö síðustu ár ævinnar. Hinir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.