Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 20

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 20
182 Jakob Kristinsson: ÍÐUNN loftið. Hafa veggirnir verið múraðir innan og eru miklar leifar eftir af múrsmíði þessu. Telja sumir fræðimenn, að hellir þessi hafi verið einskonar Mítra musteri, og þykir þeim fornmenjar, sem þar hafa fundist, styðja þá skoðun. En enginn veit með vissu hverja sögu hellirinn á, svo ímyndunaraflið hefir lausan tauminn. Einu sinni fórum við að skoða helli þenna. Hann er niðri í djúpum, grösugum hvammi. Var þar hlýtt og bjart, því að sól skein í heiði. En inni í hellin- um var köld grafarkyrð sem ekkert rauf, nema regn- droparnir, sem duttu niður á hellisgólfið með jöfnu millibili. Það var eins og klukka gengi þarna inni, hægt og seint. Við dvöldum þar skamma stund. En einhver auðnar tilfinning, sem greip mig í hellinum, fylgdi mér fram- eftir degi. — Þessar sögumenjar og aðrar af sama tagi, eiga eflaust sinn þátt í því, að draga ferðamenn til Capri — að minsta kosti fræðimenn. Þykir þeim ekki ónýtt að rann- saka rústir þessar. í margar þeirra hefir verið grafið. . Hafa fundist í þeim góðir gripir, og eru flestir þeirra geymdir á þjóðmenjasafninu í Neapel. Það sem laðar þó langflesta til eyjarinnar eru ýmis náttúru-undur, sem þar gefur að líta. Eitt af þessum undrum er Arco naturale eða Stein- boginn. Er hann all einkennilegur. En ekki féllum við, íslendingarnir, í stafi yfir því. Þótti okkur sem Dyrhóla- ey og Gatklettur við Arnarstapa mundu bæði miklu tilkomumeiri. Þá þykir og mikið koma til dranga tveggja, sem rísa úr sjó rétt við eyna. En hið fágætasta, sem Capri hefir að bjóða, eru hell- arnir. Er hún ákaflega auðug að þeim.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.