Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Qupperneq 22
184
JaUob Kristinsson:
IÐUNN
IV.
Við vorum um 9 vikur á Capri. Allan þann tíma
héldum við til í bænum Anacapri, sem áður er getið um.
Er þar næðisamara en í Capri-bæ og gestavaður minni.
Ekki er laust við að bæjarígur sé milli Capri og
Anacapri. Þykir Anacapringum hinir drykkfeldir og sukk-
samir. Þegar haldnir eru dansleikir í Anacapri, þykja
það veisluspjöll mikil ef þangað koma Capri-bæjarmenn.
Því fer þó fjarri, að Anacapringar séu bindindismenn
sjálfir. Fá þeir sér hressilega í staupinu á hátíðum og
tyllidögum, bæði karlar og konur. En vel fara þeir með
það, og urðum við aldrei vör við, að af hlytist nokkur
óskundi. Virka daga sást aldrei ölvaður maður.
Bezt er að kynnast lifnaðarháttum og einkennum eyj-
arskeggja í Anacapri. Þar hafa þau haldið sér betur en
annarstaðar. I Capri-bæ og Stórhöfn hefir ferðamanna-
straumurinn, að sumu leyti, þurkað út einkenni og breytt
lifnaðarháttum manna.
Anacapri er einkennilegur bær og hefir hann mikinn
Austurlandasvip. Húsin eru steinsteypt eða hlaðin úr
grjóti, og sementsblönduðum leir eða sandi klest í hol-
urnar. Þau eru flest lág með flötu þaki og hvítkölkuð
utan. Er bjart yfir bænum, og er hann fallegur tilsýndar.
En þegar inn í hann er komið, er ekki jafn vistlegt þar
og vonir stóðu til. Flestar götur er ákaflega krókóttar
og sumar svo mjóar, að eigi geta þar þrír menn gengið
samsíða. Nokkrar þeirra eru sandbornar, en aðrar lagð-
ar hellum og hnullungsgrjóti, sem raðað er ofan í leir-
inn, og eru götur þessar skófrekar og illar umferðar.
Þegar gott er veður sitja allir, sem geta, utandyra við
vinnu sína, fyrir framan húsin.