Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 26
188 Jakob Krislinsson: IÐUNN Ekki var það alt af jafn þokkalegt eða þjált, sem þær báru, þessar blómarósir. Grassvörður er víða þunnur eða enginn á klöppunum í Capri. Þegar nýir blettir eru teknir til ræktunar verður ósjaldan að flytja þangað mold, til þess að gera jarðveg þykkari. Þessa mold bera konurnar á höfðum sér f körfum, heila og hálfa daga. Mykju úr fjósum bera þær með sama hætti. Og nokkrum sinnum mættum við kon- um, sem báru á höfðunum heljarmiklar keitukollur, sem lyktina lagði af. Ekki voru þær hið minsta lúpulegar, undir þessum byrðum. Þær vissu vel, að þær voru að vinna þarft verk, að koma þessu í garðana. Og þótt þær hefðu haft kórónur á höfðum, gátu þær ekki borið sig betur. Ef um óþjála þungavöru var að gera, bjó burðarkonan- til einskonar köku úr klút sínum og lagði þetta undir byrðina. Okkur var sagt að þær léku sér að því, að bera stærstu »piano« á höfðum sér, tvær saman. Karlmenn sáust sjaldan með byrðar. En ef það kom fyrir, báru þeir á bakinu. Á kvöldin mættum við siundum, skamt frá bænum, flokki karla og kvenna, sem komu frá vinnu. Gengu þá konur jafnan á undan með stórar byrðar, en líarlmenn- irnir slangruðust á eftir, reykjandi með höndur í vösum. Okkur hálfgramdist að sjá þetta. En eyjarskeggjum þykir enginn ójöfnuður í þessum venjum. Siðurinn hefir ríkt þarna öldum saman: að hafa konur til áburðar. En náttúran launar alt erfiði. Bera konurnar í Capri vott um það. Þessi iðja þeirra _ kynslóð eftir kynslóð, hefir gert þær að afbragði annara kvenna, að hreysti og fegurð. Jafn táplegar og íturvaxnar konur höfum við varla séð. Hvergi þar sem við komum erlendis, alókunnug, mætt-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.