Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 29
IDUNN
Örlög Grænlendinga.
Þegar líta skal, frá íslensku sjónarmiði, á horfur um
sanngjörn úrslit þeirrar deilu, sem þegar er vakin bæði
hjer og erlendis, út af atferli Dana á Grænlandi, hljóta
menn fyrst og fremst að athuga heimsstöðu landsins, að
alþjóðalögum og rjettlæti. Saga vor sjálfra bæði á Is-
landi og í hinni fornu nýlendu, er einungis að því leyti
markverð fyrir þetta ráðandi grundvallaratriði, sem hún
skýrir frá slíkum rjettarstofnandi atburðum og tilhögun í
móðurlandinu, með nýbygðinni vestra, er að þessu lúta.
Þessi meginþáttur málefnisins hefur að nokkru verið
rakinn.1) Rjettarstaða Grænlands að fornu hefur orðið
deiluefni milli nokkurra íslenskra rithöfunda í islenskum
tímaritum og blöðum austan og vestanhafs. Sjerstaklega
hefur einn af kennurum háskólans, Olafur prófessor
Lárusson, gjört sjer far um að sýna fram á, að Græn-
lendingar hafi stofnað sjer sjálfstætt ríki, en að þessi
ríkisstaða þeirra hafi glatast við Gamla sáttmála, sem
var saminn jöfnum höndum milli Noregskonungs og
beggja eylandanna.2) I ritgjörðum nokkrum, sem jeg hef
birt bæði hjer og í Vesturheimi, hef jeg leitast við að
hrekja þessa skoðun, og hafa orðið góðar undirtektir
undir það hjá ýmsum höfundum í blaðagreinum, auk þess
sem vitnað hefur verið til erlendra vísindamanna í sömu
1) Sbr. eptirfarandi ritsjá.
2) Sbr. einnig greinar próf. Finns ]ónssonar og bókavarðar
Halldórs Hermannssonar.