Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 35
IÐUNN Orlög Grænlendinga. 197 geta þess að vanhöld á sáttmálanum geta valdið misjöfnu tjóni eptir því hver af hinum tilnefndu hættum vofði fremur yfir Grænlendingum á einum eða öðrum tíma. En yfirleitt mun rjettmætt að halda því fram, að samninga- brot konunga um siglingar hafi í öllum þessum tilgreindu efnum verið örlagarík og banvæn.1) Þjóðsagnir eru tilfærðar meðal Skrælingja um eyðing Islendingabyggða á Grænlandi með vopnum og eldi. Eru þær að nokkru leyti staðfestar af sögusögnum og ummerkjum sem komið hafa fram við rannsóknir í hin- um fornu Islendingabyggðum. Er hin fyllsta ásæða til þess að ætla, að meginorsök ófaranna og síðast ger- eyðingar nýlendumanna, hafði verið skortur og brigður um aðflutninga frá Noregi, undir hinni ríkjandi einka- verslun konungs. Skeytingaleysi og vanmáttur hins er- lenda konungsvalds, kemur hjer fram með hræðilegri ábyrgð. Nýlendubyggendur vorir á Grænlandi kúguðust og kvöldust undir þeirri glæpsamlegustu harðstjórn, sem nokkur þjóð heimsins getur átt við að búa. Bein- öld ríkir þar yfir íslendingum, og þá stóðu Skrælingjar betur að vígi. Auragirnd og harðneskja rjeðu athöfnum og aðgerðaleysi samningarofanna á Norðurlöndum. Hef jeg skýrt frá því fyr á öðrum stað 2) að fullkomin skjal- 1) Sbr. K. Gjerset: History of Iceland. New York 1924. bls. 115: „Seinast er nýlendumanna minnst í páfabrjefi (Alexanders 6.) 1492. — „Um 80 ár“, segir páfinn „hefur alls enginn biskup nje prestur ráðið fyrir kirkju í Grænlandi, þar á staðnum". — — „Hver afdrif nýlendumanna hafa að lokum orðið er ókunnugt". — Matthías Þórðarson: Skírnir 1925. „Um rannsóknir á Herjólfs- nesi“. „Hvað sem vesalmennsku og úrkynjun líður, þá er það víst að þetta fólk var af hreinum, norrænum kynstofni og bar engin merki um blóðblöndun við Skrælingja". — 2) „Nýlenda íslands", Eimreiðin XXX. árg. bls. 57. Iðunn X. 13

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.