Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 38
200 Einar Benediktsson: IÐUNN Nöfn þessara 4 skipa, Lýsubússan, Postulasúðin, Ög- valdsnessúðin og Katrínarsúðin (eptir klaustrum og kirkjum í Dergen) benda á að hjer sje um ákveðinn kaupflota að ræða. í sambandi við þetta er viðurkenn- ing Fríðriks 2. um skuldbinding til þess að halda uppi Grænlandsförum mjög markverð. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni og er það einmitt mjög líklegt að skjala- leitir mættu hjer leiða til merkilegra funda. Er jafnvel fyllsta ástæða til þess að ætla að gögn, er að þessu atriði lúta, geymist í almennum eða einstakra manna söfnum á Norðurlöndum; og vil jeg í þessu sambandi enn minna á frásögn hins norska skjalavarðar, er fór til Hafnar í rannsóknarskyni, en var synjað Ieyfis að lesa það sem fyrir lá.1) Að öðru leyti virðist svo sem það hefði verið eðlilegt, jafnframt því sem fækkað var íslandsförum, að þá hefði verið kveðið á að nýju um samgöngurnar við Grænland eða, með öðrum orðum, gerð ákvæði hjer á Islandi um þetta innan þess tveggja ára frests, sem til er tekinn í sáttmálanum. Vfir öllu hvílir hjer móða og þoka liðinna alda. En hvað kann að felast í erlendum skjalasöfnum? Dönsk vísindi hafa gjört stórmerkileg þrekvirki á öllum sviðum á Græn- landi nema að eins að því er lýtur að rjettarfari, stjórn og ríkisstöðu landsins. Og eins og nú er komið málum, er sýnilega treyst á það í Danmörku að örlög lands- ins verði ráðin, að því er rjettar og ríkis stöðu þess snertir, áður en til þess kemur fyrir alvöru að af- hjúpa hið herfilega og óverjanlega ástand meðal Skræl- ingjanna. En af því er aftur skiljanlegt að danskir fræðimenn og bókhlöðuverðir muni ekki, fyrir sitt leyti, 1) „Þrætan um Orænland" bls. 21. (63. c.) sbr. sjerpr. höf. í Eimreiöinni „Nýlenda íslands,, bls. 57.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.