Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 50
212 Einar Benediktsson: IÐUNN unum um rjettarstöðu Grænlands. Vona jeg að smágrein þessi megi að nokkru átta oss á því. — Norðmenn gjöra fyrst út skip sín þangað eptir hina löngu dauða- þögn, er lagðist yfir Islendingabyggðir þar vestur. Og á hinn bóginn má ekki gleyma hávaldi Hafnarkonunga um þær sömu mundir. Landþrætumál þetta snýst um mesta eyland jarðarinnar — og mun öllum heimi, innan og utan Norðurlanda, verða skjótlega ljóst, að óðalið sje og hafi verið í eyði fremur en í ábúð, undir ráðsmennsku hinna erlendu kaupsýslumanna, á núverandi tímabili í rjettarsögu hinnar fornu nýlendu vorrar. Síðasti kafli efnis þess sem hjer liggur fyrir eins og því, samkvæmt framansögðu, virðist eðlilega skipað nið- ur, mun að minni hyggju vekja athygli alþjóða. I þeim þætti munu margir verða um að lýsa ástandinu í Græn- landi, undir kaupstjórninni. I rúmar tvær aldir hefur at- ferli, lífskjör og rjettarástand í hinu lokaða landi hulist augum þjóðanna. En þegar meta skal löggildi þess eign- arhalds, er Danir nú síðast hafa lagt á Grænland mun það vega þungt á metum, hverjum tökum þeir hafa tekið landið. Rjettlætisdómur aljarðar verður þar að skera úr — með glöggri hliðsjón eldri tíma. Ohagganlega víst er það, að fórn hetjulýðsins forna frá Islandi stendur þar í hæð. Hinu er ósvarað enn af þjóðunum: Hvað gildir ráðsmennska Dana eptir alþjóðalögum, þeg- ar kveða skal á um ríkisstöðu Grænlands nú — þar sem hurðir eru loks að ljúkast upp á gáttir, seint og dræmt að vísu og ófúslega, en óhjákvæmilega og til fullnaðar? Einar BenecMdsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.