Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 57

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 57
IDUNN Sir Oliver Lodge: Andahyggjan og trúarbrögðin. 219 er líka önnur hlið, sem veit að athöfnunum; og það er að líkindum atferli spíritistanna í trúarefnum, sem trúaða fólkið hefir verið andvígt. Sumar af þeim mótbárum kunna að vera á rökum bygðar; aðrar virðast vera sprottnar af vanþekkingu. Ritstjórinn hefir beðið mig að útskýra, að því leyti sem mér er unt, sambandið milli þessara tveggja hug- sjónastefna: hinnar hærri og leyndardómsfyllri og eldri, sem kirkjan í víðustu merkingu hefir borið uppi með sínu stór-þroskaða skipulagi, og hinnar lægri, ákveðn- ari og yngri, sem styðst eigi við neitt reglulegt, viður- kent skipulag, en er borin uppi af einstaklingum, sem stefna að sama markmiði. Það má segja, að hún sé »nýrri«, þó að sagan sýni, að hún sé eins gömul og hin ■fyr nefnda. Beggja kennir t. a. m. mjög í heilagri ritningu. En hún hefir fengið nýja mynd á vorum dögum, sem er að sumu leyti enn nátengdari vísindunum en trúarbrögð- unum; og takmarkið, sem hún keppir að, er þetta: að láta sér ekki nægja óljósar eftirlanganir og guðrækileg- ar vonir, heldur afla sér vissu um staðreyndirnar, sem jafnvel trúarbrögðin verða að hvíla á, að orða þær eins vel og unt er og hagnýta þær oss til leiðbeiningar í breytni vorri. Þótt þessi nýja mynd sé óvísindaleg að sumu leyti, þá er hún þó sprottin frá vísindum vorra tíma; og hún íætur ekki neinar lotningarkendir hamla sér frá að rann- saka jafnvel hið óþekta og leyndardómsfulla. Þetta telur trúað fólk vera ofdirfsku og ofar vorum verkahring; en sams konar mótbáru hafa menn á liðnum tímum kom- ið fram með gegn sérhverri tegund vísindalegrar rann- sóknar. En vér megum vera þess fullvísir, að vér fáum ekki uppgötvað neitt, sem er fyrir utan verkahring vorn í raun og veru, að vér getum aðeins fengið vissu um

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.