Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 58
220 Sir Oliver Lodge: IDUNN það, sem enn verður að telja til hins óþekta og leyndar- dómsfulla, með því að gera tilraun til að rannsaka öll þau fyrirbrigði, sem oss er unt að fást við, og reyna að ganga úr skugga um lögmálin, sem þeim ráða, eftir því sem unt er. Það er þess vegna hætt við því, að viðfangsefni þetta lendi milli tveggja stórvelda mannfélagsins, vísindanna og kirkjunnar. Það er enn ekki viðurkent sem ein grein rétttrúnaðar-vísindanna; né heldur er niðurstöðu rannsóknanna veitt viðtaka af lærisveinum rétttrúnaðar- trúarbragðanna. Einstaklingar hafa gert sér ljóst, hvílíka von það felur í sér og að því hefir orðið nokkuð ágengt, og margir hafa haft samúð með því, er það keppir að, en meiri hluti manna vill hvergi nærri koma. Tiltölulega fáir hafa því enn lagt rækt við það; og það er málefn- inu bæði tjón og ávinningur, að það skortir opinbera viðurkenningu og löghelgað skipulag. Óbreyttir alþýðu- menn hafa tekið það upp, og þeim kann að skjátlast við og við í meðferð þess. En ávalt verður þessi reynd- in: að sumt, sem er hulið spekingum og hyggindamönn- um, er opinberað smælingjum. Ef vér erum góðgjarnir, verðum vér að gera ráð fyrir, að allir alvörumenn vilji leita sannleikans, að þá langi ekki til að verða fyrir blekking, og að þeir telji það skyldu sína að reynast trúir þeim sannindum, sem þeir hafa getað aflað sér eða kunna að hafa verið þeim opinberuð. Vér megum ekki gera ráð fyrir, að nokkur flokkur alvörumanna vilji af ásettu ráði vera blindur fyrir nokkurri tegund sannleikans, hvort sem um er að ræða sannindi guðfræðinnar eða sannindi vísindanna eða þá reynslu, sem menn skynja óglögt og enn telst hvorki fyllilega til guðfræði né vísinda. En þó að hvorki sé um vísvitandi blindni að ræða né um fjand-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.