Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 65
IÐUNN Andahyggjan og trúarbrögöin. 227 í samanhangandi tilveru, æfintýri, sem hver einstaklingur verður að ganga í gegnum. Líkaminn er ekki maðurinn, heldur verkfæri mannsins, vél, sem hans sanna sjálfa hefir samansett og tekið sér æ betur bústað í dvalartím- ann í efninu; en þegar hann losnar við holdið, byrjar sú tilvera hans, sem er frjálsari, raunverulegri, fyllri af lífi, vitsmunum og von. Jarðlífstíminn er vafalaust mikil- vægur — sérstaklega mikilvægur, og ber að vernda líkamslífið og viðhalda því með lotningu allan þann tíma á enda; því að undir þeim tíma er ástandið komið, sem við tekur á framtíðarbrautinni. Maðurinn tekur með sér eðlisfar sitt, venjur sínar, þekking sína, reynslu sína, minni sitt. Annað en þetta tekur hann ekki með sér, og þessu er hann stöðuglega búinn, og eftir þessu fer líð- an hans, hvernig sem hún verður. Engu því er eytt, sem náðst hefir, engir kraftar í vexti slokkna út. Þær fram- farir, sem hér voru byrjaðar, halda þar áfram. Ófullkom- leikarnir, sem maðurinn hefir unnið bug á, geta þar gert honum leiðina greiðari inn í æðra líf. Þar tekur enginn langur hvíldartími við. Þegar mað- urinn hefir um stund notið hressingar og hvíldar, og náð sér eftir sjúkdóm eða sára-áfall, hefst aftur Iífsstarf hans. Hann hittir fyrir vini, sem fúsir eru að hjálpa honum. Hann er ekki einangraður né einmana, nema því aðeins, að hann hafi lifað hér fullkomnu eigingirnilífi. Hann gengur inn til hærra eða lægra ástands, eftir því sem hann er hæfur til. Hann hittir fyrir umhverfi, sem honum virðist hvorki óviðkunnanlegt né ókunnugt; hann kann jafnvel að furða sig á, hve það kemur honum kunnuglega fyrir. Hann þekkir aftur vini sína, og hann fær gert sér grein fyrir því, sem hann sér og heyrir, með mjög svo líkum hætti og áður. Sennilegast fyrir þá sök, að greinargerðin fer aðallega eftir skynjandanum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.