Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 71
IÐUNN Oscar Wilde. Oscar Wilde: Ur diúpunum (De Profundis). Yngvi ]óhannesson ís- lenzkaði. Reykjavík 1926. Æfisaga írska skáldsins Oscar Wilde er sannkölluð harmsaga. Sennilega hefir einskis manns lífsferill spann- að meiri víðáttur — frá hátindum hróðurs og frægðar niður í undirdjúp smánar og niðurlægingar — en hans. Eins og skínandi vígahnöttur geystist hann inn í bók- mentaheiminn, rann þar sína glæsilegu en stuttu braut, — sloknaði og hvarf. Þannig er hlutskifti snillingsins oft og einatt. Við hinir, sem Iötrum eftir þjóðveginum alla æfi, við lærum aldrei að þekkja guðaveröld þá, er hamingjan getur Iyft útvöldum börnum sínum upp í. Við þekkjum heldur ekki hin ystu og neðstu myrkur, er mannssálin getur sokkið niður í. Það er snillinganna einna að kanna þess- ar víðáttur. Líf þeirra er ríkara og víðfeðmara en okk- ar, rúmar skarpari og dýpri andstæður Við sem þræð- um þjóðveginn, ölum aldur okkar í lognmollu og rökk- urþoku, er stormar ástríðnanna sjaldan megna að rjúfa. Við lifum að eins hálfu lífi. Oscar Wilde steig hátt. Brautin til heimsfrægðar og frama stóð honum opin og greið. Hann var dáður og tignaður í samkvæmislífinu, skáldrit hans voru lofuð há- stöfum, nafn hans var á allra vörum. Hann virtist kjör- ■un til konungs í ríki listarinnar. Því varð og fall hans svo sviplegt, því sökk hann svo djúpt. Hvernig sem ber að líta á líf hans og persónu og brot það, er varð

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.