Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 72
234 Á. H.: IÐUNN honum að falli — þetta brot, sem hin formriðna og lögkæna miðlungsmenska að sjálfsögðu aldrei gat fyrir- gefið honum —, þá verður ekki hjá því komist, að kenna djúprar samúðar með þessum örlagahrjáða manni, er svo skyndilega var stöðvaður á sigurbraut sinni — einmitt á því skeiði, er lífsmeiður hans stóð algrænn og frjómagnaður og albúinn þess, að ausa auðæfum sín- um út yfir gervalt mannkyn. Og ekki getur það dregið úr samúðinni, að við vitum að hann hefir gefið heimsbók- mentunum svo fagrar og fágætar perlur sem »Salome«, »Dorian Gray« og »De Profundis«. Það er full ástæða til að minnast þessa nú, er hin síðasttalda af þessum þrem bókum er komin í íslenskri þýðingu. Frá náttúrunnar hendi var Oscar Wilde alveg óvana- legum hæfileikum búinn. Þegar á námsárunum í Dublin vakti hann eftirtekt sökum frábærrar tungumálagáfu sinnar. Svo er sagt, að hann hefði frönsku á valdi sínu engu síður en móðurmálið, en það kvað vera fágætt meðal enskumælandi manna. I skóla vann hann einnig heiðurspening úr gulli fyrir grískukunnáttu sína. — Seinna, er hann — enn ungur að aldri .— var kominn til háskólans í Oxford, vann hann verðlaun fyrir kvæði er hann orti. Skáldlindin í honum var tekin að streyma. Fyrstu ljóð hans komu út 1881. Þá var hann 25 ára — fæddur 1856. Þau vöktu þegar almenna eftirtekt. Hressandi blæ skáldsnilli og æskudjörfungar andaði frá þessum formsnjöllu ljóðum. Árið eftir fór Wilde vestur um haf, ferðaðist víða um Bandaríkin og flutti fyrirlestra um heimspekileg og listræn efni, er mjög voru rómaðir. Brátt tók hann einnig að skrifa leikrit, er fengu hinar bestu viðtökur hjá Ameríkumönnum. Voru það gamanleikir, og lætur hann þar svipu fyndni sinnar og andríkis ríða allóþyrmi-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.