Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Qupperneq 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Qupperneq 72
234 Á. H.: IÐUNN honum að falli — þetta brot, sem hin formriðna og lögkæna miðlungsmenska að sjálfsögðu aldrei gat fyrir- gefið honum —, þá verður ekki hjá því komist, að kenna djúprar samúðar með þessum örlagahrjáða manni, er svo skyndilega var stöðvaður á sigurbraut sinni — einmitt á því skeiði, er lífsmeiður hans stóð algrænn og frjómagnaður og albúinn þess, að ausa auðæfum sín- um út yfir gervalt mannkyn. Og ekki getur það dregið úr samúðinni, að við vitum að hann hefir gefið heimsbók- mentunum svo fagrar og fágætar perlur sem »Salome«, »Dorian Gray« og »De Profundis«. Það er full ástæða til að minnast þessa nú, er hin síðasttalda af þessum þrem bókum er komin í íslenskri þýðingu. Frá náttúrunnar hendi var Oscar Wilde alveg óvana- legum hæfileikum búinn. Þegar á námsárunum í Dublin vakti hann eftirtekt sökum frábærrar tungumálagáfu sinnar. Svo er sagt, að hann hefði frönsku á valdi sínu engu síður en móðurmálið, en það kvað vera fágætt meðal enskumælandi manna. I skóla vann hann einnig heiðurspening úr gulli fyrir grískukunnáttu sína. — Seinna, er hann — enn ungur að aldri .— var kominn til háskólans í Oxford, vann hann verðlaun fyrir kvæði er hann orti. Skáldlindin í honum var tekin að streyma. Fyrstu ljóð hans komu út 1881. Þá var hann 25 ára — fæddur 1856. Þau vöktu þegar almenna eftirtekt. Hressandi blæ skáldsnilli og æskudjörfungar andaði frá þessum formsnjöllu ljóðum. Árið eftir fór Wilde vestur um haf, ferðaðist víða um Bandaríkin og flutti fyrirlestra um heimspekileg og listræn efni, er mjög voru rómaðir. Brátt tók hann einnig að skrifa leikrit, er fengu hinar bestu viðtökur hjá Ameríkumönnum. Voru það gamanleikir, og lætur hann þar svipu fyndni sinnar og andríkis ríða allóþyrmi-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.