Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 73
IÐUNN
Oscar Wilde.
235
lega að bökum háttvirtra breskra borgara. í Englandi
létu menn sér í fyrstu fátt um finnast, en er vegur
Wildes stöðugt hækkaði í Vesturheimi, voru Englend-
ingar neyddir til að fylgjast með straumnum og viður-
kenna hann. Var fyrsta leikrit hans leikið í Lundúnum
1892, og síðan rak hver leiksýningin aðra fyrir þétt-
skipuðum bekkjum og við mikil fagnaðarlæti. Oscar
Wilde kom, sá og sigraði — einnig í föðurlandi sínu.
Fegurst og frægast af leikritum Wildes — og með
alvarlegri blæ en hin — er leikurinn »Salome«. Þann
leik reit Wilde á frönsku, en vinur hans, Douglas greifi,
þýddi hann síðar á ensku. »Salome« var fyrst leikinn í
París. Sara Bernhardt, hin fræga franska leikkona, lék
aðalhlutverkið, og bæði hún og leikurinn sjálfur töfruðu
Parísarbúa algerlega, svo að þess eru fá dæmi að sjón-
leik hafi verið tekið með öðrum eins fögnuði. í Lund-
únum var leikhúsunum bannað að sýna leik þenna.
Myndi það siðferðileg ofraun dygðablóðinu breska, ef
það fengi að sjá hina léttúðugu dansmey, sem er svo
djörf að hún reynir jafnvel að koma sér í mjúkinn hjá
Jóhannesi skírara, en það er efni leiksins. Með þessu
banni bætti skynhelgin breska nýju blaði í lárviðarsveig
sinn. »Við eigum heima í föðurlandi hræsninnar«, segir x'
Wilde í »Dorian Gray«, — hinni einkennilegu og ágætu
skáldsögu sinni.
Engu að síður fór frægð og hylli Wildes sívaxandi,
einnig heima fyrir. Englendingar kunnu að meta ritsnild
hans. Einkum voru gamanleikir hans vinsælir, þótt mörg-
um hafi hlotið að svíða sárt undan hæðnissvipu hans.
En Oscar Wilde var maður, sem vakti aðdáun hvar
sem hann kom. Hann var velkominn gestur hvarvetna í
samkvæmissölum fína fólksins. Hann sigraði alla með
andríki sínu og hárbeittri fyndni. Samræðum hans var