Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 10
4
Á Aiþingi 1631.
IÐUNN
milli í landinu sjálfu, og þó urðu landsmenn að gjalda
með innlendum varningi. Hollendingar, Englendingar og
Þjóðverjar buðu þeim nauðsynjavörur sínar, korn, salt,
járn, timbur, veiðarfæri, við margfalt ódýrara verði en
hinir dönsku kaupmenn. En landsmenn máttu ekki kaupa.
Við það var ekkert að athuga. Það var náðarsamlegur
og vísdómsfullur vilji konungs. Nei, hin sífelda kvörtun
— kvörtun, sem að lokum reis eins og bálbogi upp til
himins — hún var þessi: að kaupmenn birgðu ekki
landsmenn nægilega að þessum rándýru vörum. Salt,
meira salt — maturinn grotnaði í búrinu, og fiskurinn
varð ekki gerður að verzlunarvöru. Veiðarfæri, meiri
veiðarfæri — björgin kom upp að landsteinum og varð
ekki tekin. Timbur og járn, meira timbur og járn —
bátarnir liðuðust sundur á miðjum firði, húsin hrundu
yfir menn um miðja nótt. Korn, meira korn — hungrið
rak fátæklingana niður í fjöru til að leggja sér söl og
blöðruþang til munns.
Fæstir þingfarendur voru komnir alla leið á Þingvelli
áður það rann upp fyrir þeim, að óvenjuleg stórtíðindi
voru tengd við þetta þing. En slíkt kom aldrei fyrir-
varalaust. Og nú var eins og menn vöknuðu af draumi.
Menn höfðu steingleymt því, sem allir höfðu þó heyrt
getið sumarið áður, að þetta síðasta lögmannsár hins
sæla herra Gísla Hákonarsonar rifnaði dómklukkan á
Alþingi, þegar henni var hringt til þings-uppsagnar. Og
um leið greip menn einhver kvíðablandin tilhlökkun til
að heyra nú aftur klukkunni hringt í fyrsta sinn — til
þingsetningar — til að hlusta á brostinn hljóminn, til
að sannfærast um það, sem þeir vissu fyrir fram. I sama
vetfangi rifjaðist líka upp fyrir mönnum atburður, sem
ekki var tveggja mánaða gamall: formyrkvan á tunglinu
hinn 3. maí, sem stóð yfir nær fjórar stundir. Menn,