Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 24
18
A Alþingi 1631.
IÐUNN
dersaatter der paa Island ikke ubilligen graveres. Der
med sker Vor Vilje* — og benti hér með á, að vilji
vors náðuga og stórmektuga herra og kóngs væri ger-
samlega andstæður vilja kaupmanna. Hann veik þeirri
spurning beint að fógeta, hvort hann vildi taka á sig þá
ábyrgð, ofan í mótmæli allra leikra og lærðra hér við-
staddra, að standa frammi fyrir konungi, sem væri
ófróður um brot kaupmanna gegn fyrirmælum hans, og
því framhalda með góðri samvizku, að þessi nýi taxti
væri samkvæmur hans æðsta vilja, í þessum náðar
artikula framsettum, og hans kostgæfilegri umhyggju
fyrir sínum undirsátum í þessari stóru neyð, hörmung
og fátækt og almennilegu þrengingu þessa Iands. Fógeti
hafði ekki svarið á reiðum höndum, og Þorleifur beindi
þá þeim tilmælum að Halldóri lögmanni, að leitast nú
samstundis fyrir um hjá lögréttu og öllum þingheimi,
hvort þeir væri samþykkir þessari fyrirspurn til fógeta.
Undir eins og herra Halldór bar upp spurninguna,
svaraði Alþingi að fornum sið — með almennu lófataki.
Fógeti veitti þá þau andsvör, að hann mundi ekki
geta ráðið til að skylda landsmenn undir taxtann gegn
mótspyrnu alls Alþingis. Eftir það úrskurðuðu lögmenn,
að miðdegishléið mundi verða notað til að semja and-
svar Alþingis við konungsbréfinu, og lögréttan mundi
nú þegar snúa sér að dómsmálunum.
A þessu augnabliki var það, að Brynjólfur Sveinsson
gekk burt af þingstaðnum. Hann gekk alla leið norður
Fögrubrekku og settist þar í grasið, sem birkihrísið
var hæst. Frá því að hann fylgdist með prestunum upp
á Alþingi, hafði hann ekki haft augnabliks tóm til að
hugsa um það mál, sem í dag virtist að sönnu vera til-
tölulega lítilsvert, en var þó svo háttað, eftir vísdóms-
fullri ráðstöfun, að hverjum einstökum manni var ætlað