Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 31
ÍÐUNN
Á Alþingi 1631.
25
svona. Nei, ég skal trúa yður fyrir því — gamli mað-
urinn leit aftur í kringum sig og lækkaði róminn — að
síra Gísli minn Oddsson hefði ekki verið kjörinn biskup
í dag, ef hann hefði ekki átt þessa móður.
Orð gamla mannsins snertu viðkvæman streng í brjósti
Brynjólfs. Hann þekti að eins eina konu á landinu, sem
að skörungsskap, djörfung og örlæti jafnaðist á við hús-
trú Helgu. Konu, sem var enn vitrari, og vantaði að
eins jafn háa nafnbót til að vera jafn alment elskuð.
Það var móðir hans sjálfs — Ragnheiður Pálsdóttir.
Þær voru frændkonur — Jón Arason biskup var lang-
afi beggja. Brynjólfur unni móður sinni hugástum, og
hennar vegna einnar hafði hann setið tvo vetur í röð
svo fjarri báðum biskupsstólunum. »Og nú þakka ég þér
fyrir veturna mína tvo«, hafði hún sagt, þegar hann fór.
Annað ekki. »Veturna mína tvo« — hvílík auðlegð ástar
í þrem fátæklegum orðum ...
í sama bili var alþingisklukkunni hringt.
Brynjclfur tæmdi silfurstaupið, signdi sig og þaut út.
Andsvar Alþingis við konungsbréfinu var lesið upp
og þar næst samþykt með almennu lófataki, og lög-
mönnum báðum falið hið vandasama starf að semja
bænarskjalið til konungs. En því var frestað til kvölds,
svo að þingið gæti haldið áfram störfum sínum.
Vigfús Gíslason óskaði þar næst úrskurðar lögréttu
um atriði, sem gegndi dánarbúi föður hans, svo að
Brynjólfur náði ekki tali af honum nú. Hann notaði
tímann til að spyrjast fyrir um skipaferðir frá öilum
næstu höfnum og varð þess áskynja, að skip mundi fara
úr Hafnarfirði að viku liðinni.
Loks var gripið snögt í arrn hans:
— Eg hef ekki séð þig allan daginn, sagði Vigfús