Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 34
28
Á Alþingi 1631.
IÐUNN
Þegar Halldór lögmaður kom í lögréttu morguninn
eftir, bað hann embættisbróður sinn að lesa upp bænar-
skjalið, og að því loknu vissi allur þingheimur, að hér
hafði góður lögmaður verið kosinn í gær.
Alþingi hélt áfram starfi sínu, helztu málin ein urðu
afgreidd. Taxtinn hafði tafið þingið, einkum nefndar-
störfin. Þegar öllum óafgreiddum málum hafði verið
vísað heim til fjórðungsþinga á næsta hausti, var Al-
þingi sagt upp, seint á föstudagskvöld. Þingið hafði
staðið tvo daga, að vanda.
Fæstir riðu burt um kvöldið. Fæstir nentu að sofa
strax, svona um hábjarta nóttina. Menn sátu i tjöldun-
um og drukku.
Einn hinna fáu, sem bjuggust til að leggja af stað
undir eins, var Brynjólfur Sveinsson. Hann vildi fyrir
hvern mun tryggja sér far sem fyrst. Meðan fylgdar-
maður hans var að leggja á hestana, sat hann með vin-
um sínum í tjaldi Vigfúsar Gíslasonar og kvaddi þá.
Þorlákur biskup brá Brynjólfi á einmæli:
— Heima hjá mér á Hólum, sagði hann, er gamall
frændi minn, Pétur Guðmundsson, bræðrungur afa iníns,
sáluga herra Guðbrands. Hann átti son, sem seftur var
í skóla, en var órólegt brotahöfuð og æfintýrari, og
sfrauk að heiman með kaupmönnum til Gliickstaðar 13
ára gamall, á meðan ég var í vígsluferð minni, en nú
heyri ég sagt, að hann sé í Kaupenhafn á einhverjum
flækingi. Faðir hans hefur verið að nauða á mér, eins
og vonlegt er, að halda spurnum fyrir honum. Svo nú
vilsi ég feginn biðja þig að reyna að hafa uppi á hon-
um, ef mögulegt væri, og vera honum innan handar við
góða menn, ef hann vill það þekkjast. Ogsvo má senda
hann heim á minn kostnað, ef hann vill þiggja það. En