Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 35
IÐUNN
A Alþingi 1631.
29
ekkert veit ég, hvar hann er að finna. Hann heitir Hall-
grímur. Hallgrímur Pétursson.
— Eg skal hafa einhver ráð með að hafa uppi á
honum, svaraði skjólstæðingur biskups.
Hálfri stundu síðar var Brynjólfur Sveinsson á leið
yfir Mosfellsheiði.
6.
Höfuðsmaður landsins, Holger Rosenkranz til Fröl-
linge, hafði lest skip sitt við Noreg og kom ekki til ís-
lands fyr en hálfum mánuði eftir þing.
Fám dögum síðar reið Arni lögmaður úr Skálholti til
Bessastaða með skjöl Alþingis.
Rosenkranz tók vel á móti hinum nýkjörna lögmanni
og óskaði honum til heilla með sjálfan sig og bróður
sinn í landsins hæstu innlendu embættum. En jafnskjótt
og herra Arni veik að svörum Alþingis við konungs-
bréfinu, brá hann lit.
— Undirtektir fógeta míns í þessu máli, sagði hann
strax, eru algerlega á hans eigin ábyrgð, og til þeirra
verður hann sjálfur að svara fyrir kónglegri majestet.
Hvernig Alþingi dirfist að rísa upp á móti hans há-
mektugheita allranáðarsamlegasta vilja, skil ég einfalt
ekki. En leyfiö mér, herra lögmaður, að benda yður á
þann háska, sem þingið þess utan kann að steypa þessu
fátæka landsfólki útí með sinni obstinazíu. Kóngleg
majestet kann ekki að neyða Kompagnísins reiðara eður
neina aðra sína undirsáta til árlega út að greiða allar
nauðsynjavörur, sér til stórs skaða og fordjörfunar, þar
kornið nú er þrefalt á verði uppstigið á móti þeim tíma
að reikna, sem vörurnar seinast voru settar og taxer-
aðar — hvern artikula kónglegrar majestets bréf nógu