Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 36
30
Á Alþingi 1631.
IÐUNN
greinilega inniheldur — heldur má svo ske, að vör-
urnar bæði versni og uppsiglingin minki.
Lögmaður benti höfuðsmanni á, að kaupmenn þriggja
þjóða stæði boðnir og búnir til að birgja landið að öll-
um vörum, langt um betri og langt um ódýrari en lands-
menn yrði að kaupa af þeim dönsku, og meðan svo
stæði, væri ekki hægt að gera Alþingi skiljanlegf,
hvernig Islands Kompagní gæti tapað á sinni kaup-
höndlun. Bak við bænarskjal Alþingis stóð landið alt.
Og í þess nafni bað hann nú velbyrðugan herra höf-
uðsmanninn að taka við bænarskjalinu og frambera það
fyrir kónglegt majestet.
Höfuðsmaður þrútnaði í framan og spratt upp:
— Eg neita ekki alleinasta að taka við þessari suppli-
kazíu, heldur ræð ég yður eindregið til að leitast ekki
við á neinn annan hátt að láta hana koma fyrir augu
kónglegs majestets.
Arni Oddsson stakk á sig skjalinu, kvaddi höfuðs-
mann kurteislega — og reið á leið til Skálholts.
Snemma þennan morgun gekk frú Helga Jónsdóttir
til biskupsstofu og lét kalla fyrir sig heyrara skólans.
Gamla biskupsfrúin settist á mjóan bakháan stól við
borðið, þar sem nægilegt rúm var fyrir kjólinn hennar
með mjaðmaþófunum, háum og geysi-breiðum. Kjóllinn
var úr lifrauðu raski, með flötu ferhyrndu deshúsi í
löngum linda frá beltinu. Hár hennar var bert, nærri
ljósjarpt enn, þctt bráðum væri hún hálf-sjötug, en að
aftan huldi spænskur hálskraginn alt höfuðið.
Heyrarinn, Ketill Jörundsson, kom inn, ungur maður,
vart þrítugur, hægur og alvarlegur. Hann var að nokkru
leyti fóstursonur biskupshjóna, hafði verið eitt ár í Kaup-
mannahöfn, og nú heyrari hér í skólanum átta síðustu
ár. Biskupsfrúin benti honum að setjast: