Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 52
46
Sérhættir í skólamálum.
IÐUNN
þyrfti. Það er oft alt of lítið samræmi í því, sem hver
einstaklingur lætur því í té á heimilinu, bannar því eða
býður, ætlast til, að það leysi af hendi. Þpgar alls er
gætt, koma því hér í ljós margir hinir sömu ágallar, sem
í uppeldi bæjarbarna. Það, sem einkum skortir á, er það,
að stutt sé að því á vitrænan hátt (rationelt), að alt um-
hverfi barnsins myndi samræma, lifandi heild áhrifa, sem
beint sé að því að efla til þroska sterkan, fjölhæfan og
göfugan persónuleik.
Áður en á það sé drepið, hvað fært kunni að vera
að gera til bóta, verður að geta eins, sem einnig heyrir
til íslenzkra sérhátta.
í uppeldisvísindum og hagnýtri beiting þeirra erum
vér skemst komnir á veg allra þjóða, með sambærilega
menningu. Og um langan aldur mun því verða svo-
farið, að uppeldisstarfið hlýtur að hvíla á ósérfróðum
mönnum í miklu ríkara mæli en með þjóðum stærri
landa og þéttbýlli. Þetta leiðir beint af þjóðháttum vor-
um. En af því leiðir hins vegar, að gera verður til
íslenzkrar alþýðu stórum hærri kröfur um skilning á
uppeldismálum en gera þarf til alþýðu annara landa,
þar sem betur hagar til, og skólar og hvers kyns æsku-
lýðsstarfsemi hefur meiri bein áhrif á uppeldið. Uppeldl
er hvort tveggja í senn: alþjóðlegt velferðarmál og sér-
hæft starf og fræðigrein, sem vissa kunnáttu þarf til að
leysa af hendi, auk margra skapkosta. Ef vel á að fara,
verður því íslenzk alþýða að bera með fúsleik hinar
borgaralegu byrðar uppeldisins. En ekki nóg með það.
Hún verður einnig að gera sig sem færasta um að inna
af hendi hinn sérhæfða hluta þess.
Þar, sem öðru vísi hagar til, eru þessi tvö hlutverk
stranglega aðgreind. Þess mun ekki verða kostur hjá
oss. Þjóðin veit eins vel eins og hver sérfræðingur.