Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 72
66
Ungir rifhöfundar.
IÐUNN
Og frábær má heita hjá Kristmanni lýsingin á henni,
er hún lætur skjálfa í línum og hreyfingum líkama síns
í einum algleymisdansi allar hinar óendanlega heitu og
viðkvæmu, æstu og skelfdu hræringar sálar sinnar á
krossgötum lífs og dauða. Okkur verður það og skiljan-
legt, að þessi kona megni að frelsa Ármann frá þeim
örlögum að verða aldrei annað en rekald, ómerkilegur
eldsmatur — og henni er það að þakka, að höfundur-
inn getur skilið þannig við hann, að lífsstefna hans og
niðurstaða bókar þessarar, sem hefir hann, eins og sagt
hefir verið, að aðalpersónu, verður jákvæð.
Síðasta 03 stærsta bók Kristmanns, »Morgunn lífs-
ins«, er ef til vill stórbrotnari á köflum en »Ármann og
Vildís«, en tekur þó þeirri bók vart fram sem heild.
Aðalmaðurinn í »Morgni lífsins* heitir Halldór Bessa-
son. Er hann Norðlendingur, en flytur í sjávarsveit á
Suðurlandi vegna ástarharma, er hann hefir orðið fyrir
í átthögum sínum. Hann leigir jörð og reisir bú. Ráðs-
kona hjá honum verður einhver álitlegasta og sköru-
legasta stúlka sveitarinnar, Salvör að nafni. Lifa þau
saman eins og hjóna er háttur, þótt enginn hafi vígt
þau í hjónaband — og vekur sambúð þeirra talsvert
umtal. Þrátt fyrir það, að Halldór finnur nautn og fróun
í atlotum Salvarar, nær hún eigi að fullu tökum á hon-
um. Mynd konu þeirrar, er hann unni í átthögum sín-
um, hverfur honum ekki úr huga. Hún er hin fylsta
fyrirmynd alls hins kvenlega — og hún er frekar orðin
eins konar helgisveipuð hugarsýn en kona með holdi
og blóði, enda hefir Halldór í rauninni aldrei nolið
hennar nema í draumum sínum. Þegar hann svo í sjó-
hrakningum lendir í fjarlægri sveit og kynnist þar Maríu,
er minnir hann á þá konu, sem hann ávalt tilbiður, þá
vísar hann á bug allri hugsun um Salvöru. Og hann