Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 80
74
Ársrit Nemandasambands Laugaslióla.
IÐUNN
annað belra en kjörsvið og sérstakar úrlausnir. Og fátt
mun betur reynast til að læra það, að safna sundur-
leitri þekkingu og sundraðri orku að einu marki. — Um
þroska þeirra unglinga, er koma í alþýðuskóla um tvítugt,
skal það að vísu viðurkent, að hann er ærið misjafn.
En mörgum þeirra hefir lífsreynslan, mentaþráin og við-
leitnin lagt þau vopn í hendur, að þeir eru engu miður
færir um, að stunda nám á sjálfstæðan hátt en háskóla-
borgarar, sem eru stúdentar að nafnbót*. (Arsrit Nem-
andasambands Laugaskóla 1. ár, bls. 39).
Eg get að miklu leyti fallizt á þessa greinargerð
skólastjóra, en lítt hefði ég saknað þess, þó að hann
hefði fellt niður síðustu setningu íraman skráðrar greinar,
ekki vegna íslenzkra stúdenta, en fremur vegna sinna
eigin nemanda.
Skólaárið 1925—’26 má sjá, að af 9 nemöndum í
Laugaskóla, sem höfðu aðalnámsgrein, völdu sex íslenzka
tungu og bókmenntir, tveir smíði og einn dráttlist.
Skólaárið 1928—’29 völdu tíu nemendur sér íslenzkt
mál og bókmenntir að aðalviðfangsefni, fjórir völdu ís-
lendingasögu, einn mannkynssögu, tveir landafræði, sjö
hannyrðir og tveir smíði.1)
Sem dæmi þess, hvernig nemendur á Laugum hafa
valið sér svo nefnt kjörsvið innan aðalnáms, má nefna,
að nemendur, sem hafa haft íslenzka tungu og bók-
menntir að aðalnámi, hafa valið sér að kjörsviði og skilað
ritgerðum um ]ónas Hallgrímsson, Eggert Ólafsson,
Stephan G. Stephansson, Skarphéðinn Njálsson, Bólu-
Hjálmar, Hallgrím Pétursson, Guðrúnu Ósvífursdóttur,
1) Ég fæ eltki betur séö en það sé rangt, sem stendur í 4.
Arsriti, bls. 146, að sex nemendur hafi valið sér smiði að aöal-
námsgrein veturinn 1928—'29.