Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 82
76
Arsrit Nemandasambands Laugaskóla.
ÍDUNN
stundum fengum við að skrifa um svo stórfeld viðfangs-
efni, að ekki varð við neitt ráðið, enda var úrlausnar-
tími venjulega fjörutíu mínútur, þó að verkefni væri
gefin með nokkurum fyrirvara.
Eg sat að vísu ekki nema í 1. bekk lærdómsdeildar
hins almenna Menntaskóla, en ég man svo langt, að þeir
stílar, sem ég gerði þar, voru mér hvimleið skyldukvöð,
sem ég lærði bókstaflega ekkert á nema ef vera skyldi
einhvern graut í stafsetning og kommusetning.
Mér er það ljóst, að sumum Menntaskólanemöndum
hefir verið það svo óbærileg skyldukvöð að gera fyrr-
nefnda tímastíla, að brögðum og óheilindum hefir
verið beitt.
Skömmu eftir að ég varð stúdent, kom ég á heimili
eitt í Reykjavík, þar sem piltur úr 1. bekk lærdóms-
deildar Menntaskólans átti heima. Af hendingu rakst ég
á íslenzkan stíl, sem pilturinn hafði nýlega gert, en
fengið verkefnið, sem var sjálfvalið, með nokkurum
fyrirvara.
Mér kom þessi stíll furðu kunnuglega fyrir sjónir, og
er ég hugði betur að, varð mér ljóst, að ég hafði sjálfur
samið hann. Það var lýsing á vormorgni heima á æsku-
stöðvum mínum, bundin við minningu um sérkennilegt
atvik og ákveðna staði, svo að ekki varð um villzt.
Eg krafði piltinn nú sagnar um það, hvernig stíll hans
væri til orðinn, og kvaðst hann þá hafa fengið stíl léðan
hjá eldra skólabróður sínum, en sagðist síðan hafa
skrifað þennan stíl orðrétt eða því sem næst eftir honum.
Við slíkt framferði ungra menntamanna er eitthvað
bogið, en kennurum er vitanlega lítt kleift að hafa veru-
legan hemil á því með sama fyrirkomulagi og verið
hefir. En því þyrfti að breyta. Með gagnfræðaprófi er
hægt að vera búinn að kenna nemöndum, sem á annað