Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 85
IDUNN
Ársrit Nemandasambands Laugaskóla.
79
lýsingum, sem höfundar fornsagna vorra ófu af mikilli list
um fornar ættartölur, vísur og tjóðsagnir. Hins þarf
ekki að geta, að fæst af því, sem þarf að skrifa um forn-
íslenzkar bókmenntir, verður unnið að nokkuru gagni
annars staðar en á fullkomnum bókasöfnum, og slíkt starf
krefst enn þá meira en geysitíma og mikillar þekkingar.
En viðfangsefni Laugamanna eru óteljandi, og allt, sem
þeir skrifa eða safna til varðveizlu frumlegs og sérstæðs
fróðleiks, mun með þakklæti þegið. Eg veit varla, hvað
íslendingar, sem annars vilja fórna tím.a og kröftum fyrir
þjóðleg; fræði, geta betra gert í þeim efnum en reyna
að hlúa að þessum fræðum og forða þeim frá gleymsku,
meðan oss skortir fé, nauðsynleg vísindarit til að geta
fylgzt með því, sem gerist erlendis, öflug útgáfufyrirtæki
og menntaból, þar sem hægt er að nema og leggja
stund á fleiri fræðigreinir en þær, sem nú er unnt að
sinna hér í landi.
Ritgerðirnar um þá Guðmund Friðjónsson og Theó-
dór Friðriksson í 4. Arsriti Nemandasambands Lauga-
skóla geyma talsverðan fróðleik, einkum ritgerðin um
Theódór. Og þó að nokkuð langt kunni að þykja gengið
í frásögn á heimilishögum hans (sbr. bls. 70), má svo
sem nærri geta, að bókmenntafræðingar síðari tíma munu
verða höfundi meira en þakklátir fyrir bersögli hans.
Frá mínu sjónarmiði eru sum aðalviðfangsefni Lauga-
manna óheppilega valin. Þau koma mér enn óþægilegar
fyrir sjónir af því, að í vali þeirra sýnist að nokkuru
leyti kenna ranghverfu hins glæsilega djarfleiks og ein-
huga, sem mér finnst vera eitt af einkennum þingeyskra
alþýðumanna. Ég skal leyfa mér að nefna dæmi:
Nemandi, sem hefir haft íslenzka málfræði að aðal-
námsgrein, hefir skilað ritgerð um breytingar íslenzkrar
tungu frá 900 —1900 og hlotið fyrir einkunnina: góð.