Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 98
92
Sjálfstæðismálið.
IÐUNN
Þar með vorum vér farnir að fjalla um vor eigin utan-
ríkismál, sem þó að lögum engin voru, þar sem Island
var óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. En Danir gátu
hreint og beint ekki notað þenna rétt sinn. Þegar seig
á seinni hluta ófriðarins, fóru allir að sjá, hver endalok
hans yrðu. Dönum var það mesta gleðiefni, að Þjóð-
verjar færu fyrirsjáanlega halloka. Það vaknaði hjá þeim
von um að þeim tækist að reka ófara sinna 1864 og
ná aftur einhverju af hertogadæmunum Slésvík og Holt-
setalandi.
Með því að ganga eftir efndum á 5. gr. í friðarsamn-
ingi milli Prússa og Austurríkismanna í Prag 1866
um atkvæðagreiðslu í hertogadæmunum hverjum lúta
skyldu, voru Danir að vissu leyti búnir að binda sig
við að taka ekki við neinu af hinum töpuðu löndum,
nema atkvæðagreiðsla færi fram. Skömmu áður en ó-
friðnum mikla lauk, fóru Norðurslésvíkurmenn og for-
ingjar þeirra að hreyfa málinu í Berlín, og það auð-
vitað ekki í óþökk Danastjórnar, þó. að hún á yfirborð-
inu kæmi hvergi nærri. Tók stjórnin í Berlín sæmi-
Iega í það, enda var Wilson Bandaríkjaforseti þá búinn
að setja fram kenningar sínar um sjálfsákvörðunarrétt
þjóðanna. Það var jafnvel ekki laust við, að Þjóðverjar
hefðu fyrr í ófriðnum boðið eitthvað svipað fram (sam-
talið á Smedelinien). Hafa Danir víst haft í hyggju að
semja um þetta beint við Þjóðverja, en fyrir hótanir
bandamanna lögðu þeir málið undir friðarfundinn í Ver-
sölum, sem réði því til hlunns, og fór fram atkvæða-
greiðsla í hertogadæminu Slésvík 1920, með þeim
árangri, að Danir hreptu þann part hertogadæmanna,
er þeir hafa nú.
Það þarf ekki orðum að því að eyða, að Danir áttu
mjög erfitt með að sitja á þjóðerniskröíum vorum, um