Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 98

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 98
92 Sjálfstæðismálið. IÐUNN Þar með vorum vér farnir að fjalla um vor eigin utan- ríkismál, sem þó að lögum engin voru, þar sem Island var óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. En Danir gátu hreint og beint ekki notað þenna rétt sinn. Þegar seig á seinni hluta ófriðarins, fóru allir að sjá, hver endalok hans yrðu. Dönum var það mesta gleðiefni, að Þjóð- verjar færu fyrirsjáanlega halloka. Það vaknaði hjá þeim von um að þeim tækist að reka ófara sinna 1864 og ná aftur einhverju af hertogadæmunum Slésvík og Holt- setalandi. Með því að ganga eftir efndum á 5. gr. í friðarsamn- ingi milli Prússa og Austurríkismanna í Prag 1866 um atkvæðagreiðslu í hertogadæmunum hverjum lúta skyldu, voru Danir að vissu leyti búnir að binda sig við að taka ekki við neinu af hinum töpuðu löndum, nema atkvæðagreiðsla færi fram. Skömmu áður en ó- friðnum mikla lauk, fóru Norðurslésvíkurmenn og for- ingjar þeirra að hreyfa málinu í Berlín, og það auð- vitað ekki í óþökk Danastjórnar, þó. að hún á yfirborð- inu kæmi hvergi nærri. Tók stjórnin í Berlín sæmi- Iega í það, enda var Wilson Bandaríkjaforseti þá búinn að setja fram kenningar sínar um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna. Það var jafnvel ekki laust við, að Þjóðverjar hefðu fyrr í ófriðnum boðið eitthvað svipað fram (sam- talið á Smedelinien). Hafa Danir víst haft í hyggju að semja um þetta beint við Þjóðverja, en fyrir hótanir bandamanna lögðu þeir málið undir friðarfundinn í Ver- sölum, sem réði því til hlunns, og fór fram atkvæða- greiðsla í hertogadæminu Slésvík 1920, með þeim árangri, að Danir hreptu þann part hertogadæmanna, er þeir hafa nú. Það þarf ekki orðum að því að eyða, að Danir áttu mjög erfitt með að sitja á þjóðerniskröíum vorum, um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.