Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 110
104
Sjálfstæðismálið.
IÐUNN
enginn fær séð fyrir, hvernig aðsfæður verða er til stefja
kemur, svo að því leyti hangir alt í lausu lofti. En
það er þó langeftirtektarverðast, að alt sjálfstæðið reyn-
ist vera í nösunum á sumum helztu forsprökkum hreyf-
ingarinnar, og að þeir séu í raun réttri andstæðir skilnaði.
Það eru í hóp hinna nýju sjálfstæðismanna fjölmargir
sem eru alveg einlægir í málinu og hafa fylgt sjálfstæði
landsins eftir frá upphafi, og sumir verið því stórnýtir, og
er sárgrætilegt að þeir skuli þurfa að verða þessari van-
brúkun málsins samstigir.
Það má segja, að á hinni nýju sjálfstæðishreyfingu
séu hendurnar nokkurn veginn sæmilega Esaús, en
röddin er óneitanlega gamla hljóðið frá 1907. Það
er haft á oddi að það eigi að slíta sambandinu við
Dani algerlega 1943. En hvernig fer, þegar jafnað-
armenn á þingi 1928 lýsa yfir því, að ef að skilnaði
reki, vilji þeir losna við konungssambandið. Þá kemur
alt annað hljóð í strokkinn, — það er ekki tilgangurinn,
— það má ekki. En hvernig ætla hinir nýju sjálfstæðis-
menn að koma almenningi í skilning um að landið geti
verið í konungssambandi við Dani og þó algerlega skilið
við þá, hvorttveggja í senn? Það virðisf vera deginum
ljósara, að ef vér erum í konungssambandi við Dani,
erum vér í sambandi við Dani, og ef vér erum alger-
lega við þá skildir, erum vér í engu sambandi við þá, —
ekki heldur konungssambandi. Ef þeir geta komið þessu
heim, þá má segja að þeir hafi fundið f jórða pólitíska víðernið.
Einn aðalleiðtogi hinna nýju sjálfstæðismanna hefur
átt tal við erlenda blaðamenn, og þar hefur hljóðið orðið
nokkuð annað en hér heima fyrir. Það var ekki minst
á skilnað; það eitt kom fram, að nokkrum ákvæðum
sambandslaganna þyrfti að breyta. Það er eitthvað annað
en skilnaður þetta. Stjórnmálamaður sá, sem hér er við