Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 113
IÐUNN
Heimskautafærsla.
107
skrælnuðum ávexti. En margir fjallgarðar eru, eins og
kunnugt er, geysilangir. Einnig eru þeir ótvíhverfir
(usymmetriske). Gæti það bent til þess, að þeir væru
myndaðir við þrýstingu aðeins frá annari hliðinni.
Eigi heimskautafærsla sér stað í svo miklum mæli, að
hún sé aðalorsök Ioffslagsbreytinga og sjávarborðsbreyt-
inga, og það er margt, sem styður það, eins og nú hefir
verið sýnt,, hefir hún jafnframt í för með sér myndun
fjallgarða. Avalt, er heimskautin færast nokkuð verulega
úr stað, hlýtur að verða mikil þrýsting frá þeim eða
heimskautabeltunum inn í tempruðu beltin, sökum þess,
að þvermál jarðar myndi jafnan leitast við að verða minst
um skautin, eins og það er nú. Smámsaman mundi svo
reka að því, að jarðskurnið þyldi ekki þrýstinguna. Það
færi þá að síga um skautin, en vindast á ýmsan hátt,
leggjast í fellingar og springa, er fjær drægi. Mundi það
auðvitað hafa í för með sér jarðskjálfta (tektoniska jarðskj.).
Hér á landi og á Norðurlöndum hefir loftslag kólnað
nú um nokkurar þúsundir ára. Það má því ætla, að
norðurheimskautið hafi færst á þeim tíma eitthvað í átt-
ina að þessum Iöndum. Ekki er ósennilegt, að lyfting
eða hækkun Skandínavíu og lækkun Danmerkur og
svæðisins sunnan við Eystrasalt og Norðursjó stafi af
þrýstingu frá kuldabeltinu, er komi af slíkri færslu. Sams-
konar hreyfinga verður einnig vart í Norður-Ameríku.
Það er líka skiljanlegt, að þrýstingarinnar af völdum
heimskautafærslu mundi gæta á stórum svæðum. En það
mundi kojnið undir þykt jarðskurnsins og öllu ástandi
þess á hverjum stað, hvar það léti undan þrýstingunni,
lyftist eða legðist í fellingar.
Máske eru hin mismunandi þyngdarhlutföll jarðskurns-
ins undir hafsbotnunum og í meginlöndunum, einkum í
fjallgörðum, að einhverju leyti afleiðing þessara hreyf-
inga. I öldudölunum verður þrýstingin mest, því að öldu-
dalirnir bera að nokkuru leyti þunga ölduhryggjanna,
landanna eða fjallgarðanna. I ölduhryggjunum hverfur
hliðarþrýstingin að mestu við það, að þeir springa. Bera
þeir svo eingöngu sinn eigin þunga. Af þessari mismun-
andi þrýstingu í jarðskurninu er svo hugsanlegt, að hin