Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 3

Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 3
Kirkjuritið. Lífið. Hvað er lífið? — Geisli’ af Guði sjálfum. — Glitrar það í óteljandi myndum. Dýrð þess birtist öllum heims í álfum. — Á það fellur skuggi’ af vorum syndum. Vaeri unnt að eyða þessum skugga, einskær dýrðin birtist sjónum manna. Auðvelt myndi sargmædd hjörtu að hugga. Húmi dauðans eyðir ljósið sanna. Jesús megnar þetta böl að bæta. Býður hann að styrkja veika lýði. JSn þá verðum vér hans boða’ að gæta, vilja af hjarta sigra’ í lífsins stríði. Jesús er oss leiðarljósið bjarta. Lífið hans er fyrirmyndin skæra. Elska’ hans vekur yl i hverju hjarta. Orð hans hefir líf og kraft að færa. Spekin hans er allri speki æðri. Andinn hans er sigurvopnið bezta. Náðin hans er hlíf í hildi skæðri. Hjartablóð hans kærleiksfórnin mesta. Mótum líf vort meginreglu’ hans eftir. Mun þá skugginn hverfa’ af vorum brautum. Syndaferil heilög mynd hans heftir. Honum lútum öll í gleði’ og þrautum. fíöðvar fíjarnason.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.