Kirkjuritið - 01.04.1944, Qupperneq 23
Kirkjuritið.
Sjá, liðið er á nóttina.
141
sem felst í sjónarmiði bókstafstrúarmannanna. Guðs-
trúin hefir reynst mönnum torveld til útskýringar á
heiminum, af því að i honum hafa menn fundið margt
illt. En í mannsálinni hefir hún hirzt sem siðavitund,
vilji til hærri markmiða en hinna dýrslegu. Af þessu
stafar öll tvíveldis-hyggja og endurlausnarþrá.
En þegar þess er gætt, að veröldina þekkjum vér að-
eins hið ytra, og það á ófullkominn liátt, en rödd ti'úar-
innar hljómar að innan, þá verður það skiljanlegt, að
tilraunir hinnar rökvísu skynsemi til að samræma
heimsskoðun og trú, þ. e.: guðfræðin þarf stöðugrar
endurskoðunar við, og ékki er víst þegar þekking vor vex,
að hvorttveggja þetta verði jafn eilíflega ósamrýman-
legt. Það er að m. k. mjög varhugaverð braut að af-
neita skvnseminni algerlega og rannsóknaraðferðum
hinnar rökvísu hugsunar af þvi, að ennþá er margt ekki
fullkomlega skilið eða skýrt í náttúrunnar ríki. Slíkt
leiðir venjulega út í hinar mestu fjarstæður og er lík-
ast þvi, sem maður stingi úr sér annað augað. Skyn-
semin, trúarvitundin og gervallir hæfileikar mannsins
og skynjun verða að leggjast á eitt, eigi liann nokkru
sinni að átta sig á tilveru sinni og þeim viðfangsefnum,
sem híða hans. Það má viðurkenna, að i flestum sér-
stefnum er einhver sannleiki fólginn. En þeim sann-
leika er venjulega snúið í villu, er menn gerast of ein-
sýnir á liann. Þannig er t. d. ekkert nema gott um
kommúnismann að segja, að því leyti sem hann finnur
nauðsyn á því að uppræta eymd og volæði af jörðinni.
En þegar formælendur slíkrar hugsjónar gerast svo ein-
sýnir, að þeir finna um leið köllun hjá sér til að fyrir-
hta andlega hluti, þá er ástæða til að segja: Maðurinn
lifir ekki á einu saman brauði.
Sama máli gegnir um hina, sem of einsýnir gerast á
frelsun sálarinnar. í indverskum trúarbrögðum leiðir
slik hugsun út í gersamlegt hirðuleysi um jarðneska
hluti og löngun til að deyja frá heiminum. Þegar svo