Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 41
Kirkjuritið.
Óskir og afrek.
159
ætlast, lieldur en liitt, að hún sé tekin sem dæmisaga,
en þá er líka höfundur hennar ókunnur, að því er ég
frekast veit. Hún styrkir og styður sannindi þeirra orða,
að „hver er sinnar hamingju smiður“, og „veldur liver á
heldur“. Annar þessara manna lifði lífi sínu þannig, að
allir hlutu að aumkva hann, og hann endaði það á hörmu-
legan hátt. Enda hafði hann illu sáðkorni sáð. Hann var
heimskur, þreklaus, öfundsjúkur. Hann lmgði sig geta
gripið gæfuna án þess að leggja á sig erfiði. Það sýndi,
að hann var heimskur. Hann öfundaði bóndann af ger-
semi sinni. Þessvegna komst hann höndum yfir hana á
ódrengilegan og ólöglegan liátt. Og hann hugði sig geta
umflúið baráttu og erfiðleika ltins daglega lífs. Það
sýndi þrekleysi hans. Hinn fór algerlega öfugt að. Þess-
vegna óx hann jafnframt þvi sem hinn mipnkaði, sýndi
fagurt fordæmi, sem i minnum hefir verið haft, i stað
þess, að dæmi hins er aðeins til viðvörunar, víti til að
varast.
Því að lífinu verður ekki lifað með því að flýja starfið,
forðasl baráltuna. Sá, sem það gerir, vex aldrei, verður
aldrei virtur af samferðamönnum sínum, skapar aldrei
fagurt fordæmi. Saga lians verður oftast stutt — og end-
ar ógæfusamlega. En að vonum verður mörgum mann-
inum villugjarnt á lifsins leið, af því £tð það er vandi að
varðveita óskahringinn. Það er ekki nóg að komast hönd-
um yfir liann á einhvern hátt. Og margur sér um seinan,
að hann hefur vaðið í villu og reyk og að í slíkt óefni er
komið, að ekki verður úr hætt. Það er ef til vill seint að
sjá það undir lok æfikvöldsins, að það er:
„Illt að geta ei endurskrifað
æfi sinnar hlöð,
ilit að geta ei aftur lifað
æskuvorin glöð“.
Þá fyrsl verður mörgum manninum ljóst, að margir
möguleikar fóru forgörðum. Tíminn liefur tapazt, eða