Kirkjuritið - 01.04.1944, Síða 11
Kirk.ju ritiS.
Þjóðræknisfélag Vestur-Islendinga
25 ára.
Þjóðræknisfélag landa vorra i Vesturheimi hélt 25 ára
afmælishátíð sina 21. f. m. Forseti félagsins, dr. Richard
Beck prófessor, stjórnaði hátíðahöldunum, og fóru þaii
fram með mikilli viðhöfn. Fulltrúi íslenzku rikisstjórn-
arinnar þar var Sigurgeir biskup Sigurðsson, og var hann
jafnt Þjóðræknisfélaginu sem íslenzku söfnuðunum vesl-
an liafs hinn mesti aufúsugestur.
Starf Þjóðræknisfélagsins er þegar mikið orðið, enda
hefir það notið og nýtur öruggrar forystu og almennra
vinsælda. deildir risu liver af annari í íslendingabyggð-
unum, og hefir þeim einkum fjölgað á síðustu mánuðum
Jyi'ir atbeina forsetans, sem er vakinn og sofinn í starfi
sinu og dugnaðarmaður með afbrigðum.
ttgáfustarf félagsins er merkilegt. Gefur það út vand-
að ársrit, og hafa birtzt í því margar ágætar greinar eftir
Islendinga austan liafs og vestan. Þá liefir það stutt að
utgáfu á Sögu Islendinga í Vesturheimi, sem verður eins-
konar Landnámabók og sígild söguheimild. Fyrsta bindi
hennar er um tildrög vesturflutninganna, eftir Þorstein Þ.
Þorsteinsson. Annað bindið mun vera komið út eða i
þann veginn, en i því eru þættir um ýmsar Islendinga-
hyggðir vestan hafs. Siðan verður þeim þáttum haldið
uíram, unz komin verður saga allra byggðanna.
Bélagið leggur i hvívetna mesta kapp á að varðveita ís-
Jenzkan menningararf og þá einkum tunguna. Hefir það
roiklum fjölda sjálfboðaliða á að skipa, og vinna þeir
Verk sín í kyrþey víðsvegar. Meðal annars halda þeir
skóla í Winnipeg fvrir íslenzk börn til þess að kenna
beini islenzku.
^firleitt er sá gróandi i þessum félagsskap, að allar
hrakspár um sótt og skjótan dauða íslenzkrar tungu og
Þjóðernis í Vesturheimi hafa orðið sér til skammar.
Málmurinn góði í íslendingum hefir reyrizt hinn sami