Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 31
Kirkjuritið.
Elliheiniilið í Skjaldarvík.
149
Elliheimilið i Skjaldarvik
eru að bíða eftir, hikandi og kvíðablandnir, það er þegar komið
fram, nú taki þeir aðeins við. Undirbúninginn, sáninguna, önn-
uðust aðrir: „Ég hef sent yður til þess að uppskera það, sem
þér eigi hafið unnið að; aðrir hafa erfiðað, en þér eruð gengnir
'nn > vinnu þeirra".
Uað er einkennilegt að heyra þessi ummæli Krists um þátt-
toku lærisveinanna í guðsríkisstarfinu. Tíðast og almennast er
að líta svo á, að þeir, ásamt meistaranum sjálfum, séu frumherj-
arrur, mennirnir, sem standa einir og óháðir á þessum skýru skil-
un> hins gamla og nýja tíma. En þegar allt kemur til alls, var
okki hlutverk þeirra einungis í þessu fólgið. Vissulega sáðu þeir.
Heimurinn hefur æ síðan verið að uppskera ávöxtinn af sán-
lnSu þeirra. En bak við þá stendur önnur fylking iðjandi og
stríðandi manna. Suma þeirra getum vér jafnvel greint og gefið
nofn enn í dag. En langflesta hylur móða gleymsku og þagnar.
Nýr tími gekk inn í vinnu þeirra, en sjálfir hurfu þeir frá erfiði
S1nu svo hljóðlega og hávaðalaust, að spor þeirra sjást hvergi.
Og er þetta nú ekki einkenni allrar sögu, áheyrendur mínir?
Verður hún ekki beinlínis svona til — sem áframhaldandi sífelld
bróun þess, er var á undan? Fáum vér bent á nokkurt það stór-
'irki eða unnið afrek, sem algerlega er hægt að eigna einhverj-
um sérstökum manni, eða flokki manna, einhverri vissri öld,