Kirkjuritið - 01.04.1944, Qupperneq 7
KirkjuritiS.
Engillinn við gröfina.
125
19. aldir eru liðnar síðan konurnar þrjár þáru boð-
skap upprisunnar út í heiminn, páskamorguninn, gleði-
boðskapiun mikla, sem enn í dag vermir sorgbitin björtu,
og gefur eilífðarvonunum nýjan þrótt og öfluga vængi.
Og ég hygg, að sá boðskapur sé sterkari og þróttmeiri
nú en nokkru sinni áður og um leið innilegri og dýpri,
vegna þess að þekking vor á lögmálum lífs og hels er
sífellt að aukast og skýrast með hverju ári sem líður.
Lærisveinar Jesú og hinir fyrstu kristnu söfnuðir
þekktu ekki þau lögmál. Þessvegna varð upprisuboð-
skapur páskanna þeim fyrst og fremst hið inikla og dá-
samlega undur, hið stórfellda tálcn um guðlegan mátt
Krists, er með upprisunni liefði sigrað dauðann og brotið
vald lians algjörlega á bak aftur. Þegar lærisveinarnir
sáu Jesús upprisinn, þreifuðu á honum og skoðuðu
naglaförin á höndum hans og fótum, þá litu þeir svo á,
að líkami hans lie-fði beinlínis lifnað aftur, líkamsdauð-
inn væri gjörsigraður, væri ekki framar til, og að þeir
sjálfir myndu ekki þurfa að smakka dauðann, heldur
bfa með Kristi eilíflega, jafnvel liér á jörðu.
En þessi trú varð brátt að þoka fyrir hinum kröftugu
andmælum reynslunnar. Hún iivarf ekki. Ilún þokaði
aðeins um set. Hún lcom fram á ný sem kenning kirkj-
unnar um upprisu líkamans á efsta degi. Og því verður
ekki neitað, að sú kenning er nú farin að skyggja á
binn raunverulega boðskap páskanna, og draga úr þeirri
huggun og þeim fögnuði, sem bann réttilega skilinn
hefir að færa. Það er varla við þvi að búast, að sá mað-
ur mæti páskaenglinum við gröfina, sem gengur út að
leiði ástvinar síns, og á enga æðri von eða vissu í hjart-
anu en trúna á upprisu hoidsins á efsta degi með út-
skúfunarkenningurini í baksýn.
Boðskapur páskaengilsins er þessi: Drottinn lifir! Með
því að birtast eftir dauðann befir hann sýnt, að líkams-
dauðinn er ekki hinzti áfanginn á þroskabrautinni,
neldur hið æðra og fullkomnara líf. Og ástvinur þinn,