Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 15
Kirkjuritifr.
Sjó, liðiS er á nóttina.
133
röð óbifanlegra staðreynda. Guð þeirra var liinn sanni
Guð og Guð Abrahams, Isaks og Jakobs, sá, sem gekk
um í kvöldsvalanum i Eden og kallaði til Adams og
Evu, þar sem þau fólu sig í nekt sinni bak við tréð. Guð
var einvaldskonungur, miskunnsamur þeim, sem kunnu
að ótlasl liann og elska og trúa á endurlausnarverkið,
en harður og grimmur forhertum syndurum og glæpa-
mönnum. Jafnvel þó að menn deildu þá eins og nú um
ýmiskonar guðfræðileg atriði, efaðist enginn um trúar-
grundvöllinn sjálfan, tilveru Guðs og annað líf, er flytti
mönnunum refsingu eða umbun.
Með binni nýju heimsskoðun riðuðu undirstöðurnar
að þessari trú. Guði varð enginn staður fundinn. Nátt-
úruvísindin liorfðu út í hið auða tóm og sáu livergi and-
ann, sem sveif yfir vötnunum. Lengi vel voru það að-
eins vísindamennirnir, sem hneigðust tii trúleysis á Guð.
En eftir þvi sem alþýða manna tók að fá meiri nasa-
sjón af náttúruvísindunum og öld vélanna og tækninn-
ar færðist í alglejTning, tók vantrúin meir og meir að
sevtla inn í hugina. Það var hvorttveggja, að só hug-
niyndagrundvöllur var hruninn, sem Guðstrúin var i
upphafi bundin við lijá þorra manna, og' svo tóku nú
vélarnar að færa mönnum að höndum gull og græna
skóga. Og eftir því sem þægindin jukust og liið jarðneska
líí gæddi menn fleiri unaðssemdum, fannst þeim sem
þeir hefðu minna að gera með fyrirheit bimneskrar
sælu. Þeir urðu ánægðari með hlutskipti sitt, settu
h’ausl sitt á vélina og töldu, að unnt væri að fullnægja
óllum þrám sálar sinnar á jörðu.
Hér kom auðvitað einnig til greina eftirhermuhvöt sú
°§ uppskafningsliáttur, sem engu síður verður vart i
andlegum efnum en líkamlegum. Þegar alþýða manna
hugði, að hinir lærðu menn, sem fundu upp vélar og
undratæki, hneigðust til vantrúar á Guð, þóttist enginn
uiaður með mönnum, sem ekki varð efnishyggjumaður
°g lét sér fátt finnast um trúarbrögðin. Þá komu og