Kirkjuritið - 01.04.1944, Síða 8

Kirkjuritið - 01.04.1944, Síða 8
126 Sveinn Víkingur: Apríl-Maí. sá sem þú saknar mesl og þráir heitast, hann lifir, hann man þig enn, elskar ]hg enn. Gröfin, köld og rök og myrk er ekki hvílan hans, heldur aðeins staðurinn, þar sem látinn líkami hans var lagður, eftir að sá likami vegna sjúkdóma eða hrörnunar var orðinn óhæft starf- færi sálarinnar hér á jörðu. Sumir menn efast enn uin þenna hoðskap. Þeir vilja ekki eða geta ekki séð engilinn við gröfina af því, að augu þeirra eru lialdin, annað hvort al’ aldagömlum erfikenningum, eða af efnishyggjuhrokanum, sem um skeið náði tökum á lnigum jafnvel liinna menntuðustu manna. En slík blindni er oss aðeins sjálfum veli'st. Sannleikanum gjörir það minnst til, hvort menn sjá hann eða ekki, en það skiftir oss sjálf ætið harla miklu, hvort vér konnim auga á sannleikann eða ekki. Ef Kristur birtist lifandi eftir dauðann, og hann gjörði það, ef páskaengillinn stóð við gröfina lians til þess að hoða mönnunum þann sannleika, að lífið er sterkara en dauðinn, ])á eigum vér líka i vændum nýtt líf eftir likamsdauðann, hvorl sem vér trúum því eða ekki, og hvort sem oss er það ljúft eða leitt. Og þá er það að- eins sjálfum oss verst að Iifa jarðlifinu án þess að vilja sjá eða skilja, að það er undirbúningur æðra lífs, sem stendur og hlýtur að standa í nánu samhandi við breytni vora hér. Páskaengillinn slendur enn við gröfina — hverja gröf. Ilann stendur við gröf ástvinar þíns til þess að hvisla að sorghitnu hjarta þeirri huggun, sem alls er æðst; að hinn látni vinur lifi og haldi áfram að muna þig og elska. Og þegar skeiðið er runnið, mun sá bjarti engill standa við þina eigin gröf lil þess að taka á móti sál þinni i dauðanum, dauðanum, sem er endurfæðing til æðra lifs. Fyrstu boðberar eilífðarvissunnar voru fátækar kon- ur, sem hinn fyrsta dag sáu engilinn við gröf hins upp- risna frelsara. nú eru þeir boðberar orðnir miljónir,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.