Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 6

Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 6
124 Sveinn Víkingur: Apríl-Mai. hörmulegasta ósigur, smán og dauða. Þeim var kunnugt um, að lœrisveinarnir voru nú í þann veginn að leggja af slað heim til Galíleu, með liina þungu byrði vonbrigð- anna á þreyttum herðum. En þrátt fyrir ósigurinn elskuðu þó þessar fátæku konur Krist af allri sál. Aldrei mundu þær glevma hon- um. Hann var meiri og' hetri en allir menn. En nú var hann dáinn. Og þær voru aðeins fátækar konur, sem ekkert megnuðu gegn ofurvaldi dauðans, nema þetta eitt, að leggja ilmsmyrsl við sárin. Alll í einu nema konurnar staðar. Nýrri hugsun lýsl- ur niður í sálir þeirra: Hver num velta steininum frá gröfinni? Þeim Iiafði ekki doltið það i hug fyrr en nú, að steinninn fyrir grafardyrunum var þvngri en svo, að veikir kraftar þeirra gætu vell honum frá. Átti þeim þá ekki að leyfast að færa líkama liins látna meistara ])essa hinzfu fórn, þessa síðustu þjónustu? En sjá, þegar þær komu að gröfinni, þá var steininum Velt frá. Og þegar þær gengu inn í gröfina, sáu þær bjarta veru, skínandí engil, sem sagði við þær: „Þér leitið að Jesú frá Nazaret, hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upprisinn. Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hannn“. Áhrifunum, sem ])að hafði á konurnar að finna grölina tóma og heyra orð engilsins, þeim verður ekki með orðum lýst. Þau verða aðeins fundin í hæstri hrifningu. En þegar Jerúsalemshúar vöknuðu þennan bjarta morgun, þá liefðu þeir getað séð þrjár koriur skunda hratt eftir götunum. Úr augum þeirra og svip, ókyrrð þeirra og fasi, lýsti undarlegt sambland ótta og' æðstrar gleði. En fáir gáfu þeim gaum. Enginn vissi, engan grunaði ])á, að þarna væru fyrstu boðberar eilífðartrú- arinnar að bera blys upprisunnar út í heiminn. Enginn vissi þá, að sá kyndill mundi hera dýrð hins krossfesta Krists Jesú um allar áífur heims og svala dýpstu og helgustu þrá mannshjartans um allar aldir.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.