Kirkjuritið - 01.04.1944, Blaðsíða 62
180
Helgi Konráðsson:
Apríl-Maí.
frá að vera vísindagrein, frá því að vera einu vísindin,
sem menn fengust við. Geta menn ekki leitað að nýj-
um hliðum hennar, nýjum viðliorfum og hrotið til mergj-
ar afstöðu mannsins gagnvart guðdóminum og trúar-
brögðunum ?
En svo að ég víki aftur að dr. Sigurði Nordal, þá vil
ég einnig henda á ritgerð lians í Tímariti Máls og menn-
ingar 1941, bls. 46 og áfram, heitir hún Dialektisk efn-
ishyggja. Þetta er svar við gagnrýni, sem bók Nordals,
„Líf og dauði“ sætti lijá efnishyggjumanni. Nordal leið-
ir þar til vilnis mann eins og ameríska lieimspekinginn
William James, sem hefir lagt sig niður við það að rita
um ýmsar tegundir trúarreýnslu og það á vísindalegan
liátt; og hinn stórvitra mann Pascal, sem „hvarf frá
vísindunum að trúarbrögðum“. Og þó „ekki af neinni
hnignun vitsmunanna“. En Pascal fann ekki tilfinning-
um sínum fullnægingu í vísindunum, ekki sál' sinni svöl-
un. Hann komst að raun um, að Jijarlað lilýðir ekki Iieil-
ans lögum, og æðsta talímarlv lífs lians varð að „finna
til Guðs í lijarta sínu“ “. (T. M. M. 1941 bls. 62). En fyrir
sjálfs sin liönd segir Nordaþ að „fleira sé einhvers vii’ði
i lífinu en þekking og vísindi“ (T. M. M. 1941 bls. 60) og
á þar við guðstrú mannsins.
Þannig er reynsla hinna vitrustu manna.
En af þessu, finnst mér, að megi draga þá álykt-
un, að það takmark sé einlivers virði, sem menn ná
eftir ströngustu leiðum þekkingar og vísinda, þó að það
sé i raun og veru utan við, ég vil segja ofan við það
raunhæfa, áþreifanlega, fyrir þann, sem ekki finnur
það, þvi að það er lífið sjálft þeim, sem nær því. Og
það hlýtur að vera háturn vísindastofnunar eins cng
Háskóla íslands, að þar skuli vera feng'izt við háleit-
ustu viðfangsefni mansandans. Ef til vill verður ein-
hvern tima allt annað en þetla kallað gervivísindi.
Nú væri ekki úr vegi að líta á trúarbrögð og vísindi
dr. Gunnl. Claessen.