Kirkjuritið - 01.04.1944, Qupperneq 46
164
Þorgnýr Guðinundsson:
Apríl-Maí.
vitað var það þungbærl að vera útskúfaður úr mann-
félaginu og eiga hvergi athvarf. En það voru samt smá-
munir i samanburði við það að vera valdur að von-
hrigðum og harmi hennar, sem svo miklar vonir liafði
gert sér um hinn mannvænlega svein.
Grettir var afreksmaður. Þessvegna liefir saga lians
verið skráð. En sú saga hefði aldrei orðið ódauðleg án
Ásdísar á Bjargi.
- — Mörgum manni finnst hlutskipti sitt illl og
óhærilegt, verra en allra annara. Einhvers staðar hefir
verið skráð saga af súlku, sem aldrei var ánægð. Hún
getur vel verið skáldsaga eða dæmisaga. En hún er þann-
ig úr garði gerð, að hún hefir þótt þess verð að geym-
ast, en ekki að gleymast. Þessi stúlka var svo óyndis-
gjörn, að svo mátti segja, að liún lili aldrei glaðan dag.
Raulaði hún oft þessa hendingu fyrir munni sér: -
„Ég vildi, ég væri komin — hvurt,
kannske eitthvað langt i burt,
vantaði hvorki vott né þurrt,
væri aldrei til mín spurt“.
Sá, sem óskar sjálfum sér slíks hlutskiptis — að
hverfa hurt af sjónarsviðinu, gleymast algerlega — hann
er ekki verður þess að lifa lífinu. Hann er genginn úr
leik og hefur gefizt upp á ömurlegan hátt.
En ósigri má stundum snúa í sigur. Svo varð og hér.
Eitt sinn, sem oftar, var stúlkan að raula fyrir munni
sér sömu ljóðlínurnar. Þá þótti henni hún hverfa „eitt-
hvað langt í hurt“. Þar kom hún í herbergi, þar sem
hana „vantaði hvorki vott né þurrt“. Þar gat hún hvílt
sig eftir vild og þurfti ekki annað en rétta höndina til
þess, er hún þurfti sér til viðurværis. Þetta var undur
þægilegt, og ekki jmrfti hún að bera áhyggjur fyrir
komandi degi. Hún stóð ekki i neinni haráttu, þurfti
ekki að stríða við neina erfiðleika vegna liins daglega
brauðs. Og hún var komin langt frá öðrum mönnum,
og þar var „aldrei lil hennar spurt“. — En þá lukust