Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 34

Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 34
152 Sigurður Stefánsson: Apríl-Maí. og þess, að þrátt fyrir allt er hægt að fullyrða, að beinna áhrifa kristins trúarboðskapar gæti þó hvarvetna í því starfi, sem hing- að til hefur verið unnið fyrir gamla fólkið í þessu landí. Al- kunnugt er t. d. hverjir lögðu grundvöllinn að stærsta ellihæli landsins, sem án efa hefur orðið fyrirmynd að likum stofnun- um annars staðar og hvatning mörgum víðsvegar til þess að sinna meira þessum málum. Áhugasamir trúmenn stóðu þar saman að verki, og um árafjöld hefur nú það heimili verið rekið í yfir- lýstum kristilegum anda. Og nú í dag er ég hingað kvaddur sem fulltrúi og þjónn kirkj- unnar til þess að flytja blessun hennar þvi starfi, sem hér er í byrjun fyrir þá, er erfiðað hafa. Þetta hús, sem er ætlað það hlutverk að vera í framtíðinni fyrst og fremst hæli og skjól eltinnar, það er til orðið með þeim hætti, sem einsdæmi má telja. En sú saga skal ekki hér sögð. Aðeins má geta þess, að bygging hælisins hefir þegar að makleikum hlotið lofsorð margra nær og fjær, svo að ég ætla jafnvel að fátt eða ekkert hafi verið framkvæmt í héraði. hin seinni misseri, það er vakið hafi eins mikla athygli og aðdáun. Sýnir það, að menn kunna að meta það, sem vel er gert fyrir þá, sem annars fara svo margs á mis og gleymast svo tíðum. Og fagnaðarefni er það' líka hverjum þeim, sem eitthvað ofurlítið hugsar lengra en til líð- andi stundar, að sjá og vita slíkt mannvirki og þetta rísa upp, griðastað þreyttum og sjúkum og sárum, einmitt samtímis því, að banvæn skemmdaröld eyðingar herjar heim allan. Ég flyt eiganda hælisins innilegt þakklæti ki.rkjunnar fyrir þetta verk og heillaóskir um framtíð þess. Og frá honum færi ég fyllstu þakir öllum þeim, sem hér hafa að unnið, hjálpað til að gera þetta hús svo hlýlegt og aðlaðandi, sem raun er á orðin, og þeim, sem hafa sent hælinu fagrar gjafir og fé. Allt slíkt hefir orðið til uppörfunar og gleði og þannig bætt úr mörgum byrjun- arörðugleikum. Og síðast en ekki sízt ber ég hér fram þakklæti hinna fyrstir vistmanna, þeirra, sem hér hafa átt dvöl á hælinu nú um nokk- urt skei.ð. Þessi fáu gamalmenni eru hér raunar í dag sem nokkurskonar fulltrúar þeirra allra, sem hingað eiga eftir að koma — síðar. Blessunaróskir og þakklætisbænir þessa fólks sýna vel, hverjar vonir má gera sér um það starf, sem hér er að hefj- ast. Vér trúum því, að það fari svo sem til er stofnað. Og vissu höfum vér þess, ef vér biðjum hann, sem yfir oss vakir og einn er alger í kærleikanum, biðjum hann að vernda þetta hús og vera með í verki. Án hans megnum vér alls ekkert. Megi þá blessun hans hvíla hér yfir í bráð og lengd. Megi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.